Viðreisn

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

09.10.17

Viðreisn efnir til kvennaboðs þar sem konum gefst tækifæri til að hitta frambjóðendur Viðreisnar, ræða næstu skref í jafnréttisbaráttunni og eiga góða stund saman.
Opið hús á Nauthóli fimmtudaginn 12. október frá kl. 17-19. Boðið verður upp á léttar veitingar - og svo verður happy hour á barnum. 

Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna í síðustu kosningum og á stuttu kjörtímabili kom Viðreisn vottuninni í lög. Jafnlaunavottun hefur vakið heimsathygli. Nú er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Er lögmál að laun hefðbundinna kvennastétta séu svo lág sem raun ber vitni? Hefðbundnar kvennastéttir vinna störf sem við getum öll verið sammála um að skipta miklu máli í okkar þjóðfélagi, svo sem uppeldis- og menntastéttir. 

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir því að þessar stéttir verði metnar að verðleikum og að kjör þeirra endurspegli mikilvægi þeirra með þjóðarsátt.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Fleiri greinar