Viðreisn

Ungliðar Viðreisnar halda málfund um stöðu ungs fólks

06.05.16
Höfundur: Viðreisn

Ungliðahreyfing Viðreisnar, sem óformlega hefur hlotið titilinn Uppreisn, hélt í í lok apríl opinn málfund um stöðu unga fólksins.

Fundurinn gekk ljómandi vel og margt fróðlegt kom þar fram. Ljóst er að umbóta er þörf í málefnum yngri kynslóða.

Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, fjallaði um húsnæðiskaup ungs fólks, stöðuna nú til dags og jafnframt sínar tillögur að lausnum. Þess má geta að þær hafa borist efnahagsnefndar Viðreisnar.

Því næst tók til máls Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema og ræddi um greinilegt samráðs- og áhugaleysi ráðamanna í garð framhaldsskólanema.

Að lokum batt Bjarni Halldór Janusson, fulltrúi Viðreisnar, enda á fundinn með því að fara yfir húsnæðis- og menntamálin og afleiðingar þess að enginn tali máli ungs fólks í stjórnmálum.

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast upptöku af honum hér á vef Viðreisnar.