Viðreisn

Nú eru fyrstu kosningarnar þar sem hægt er að mæla rafrænt með framboðum til Alþingiskosninga, fyrir kosningarnar 25. september nk. Allir listar þurfa að fá lágmarksfjölda meðmæla í hverju kjördæmi til að geta boðið fram. Að mæla með lista er ekki stuðningyfirlýsing við Viðreisn eða yfirlýsing...

Í aðdraganda kosninga berast stjórnmálaflokkum fjölmörg erindi og fyrirspurnir frá hagsmunasamtökum, áhugamannafélögum og einstaklingum um stefnu flokkanna í hinum ýmsu málum. Það er sjálfsagður liður í gangverki lýðræðsins, sem er bæði til þess fallinn að auðvelda kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og skerpa á stefnumótum...

1. Skrá sig á Zoom Fjarfundarbúnaðurinn Zoom verður notaður fyrir landsþingið. Til að skrá sig á fundinn og taka þátt í honum þarf að stofna aðgang á zoom.us  ef þú átt ekki aðgang þar nú þegar. Veljið "Sign up, it's free" hnappinn efst í hægra horni. Þar...

Uppreisnarverðlaunin hafa verið veitt í fjórða sinn. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar veitir þau árlega sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis eða félagasamtaka. Verðlaunahafi í einstaklingsflokki...

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari. Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í...

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar leiðir framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar sem fara fram þann 25. september næstkomandi. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi er í 4. sæti listans...

Viðreisn kynnir nú framboðslista sína í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður...

Viðreisn heldur upp á 5 ára afmælið sitt með því að gróðursetja í Frjálslundi, lundinum okkar í Heiðmörk, fara í leiki og njóta veitinga í Þjóðhátíðarlundi (https://goo.gl/maps/1gDuaBNkU8466byq7) frá klukkan 17-19. Það er því tilvalið að koma við eftir afslappandi Hvítasunnuhelgi. Mánudagurinn er vonandi síðasti dagurinn sem...

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi. Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, skipar fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi. Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði...

Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti...