Landsþing 2020 – Frestað

Þriðja landsþingi Viðreisnar sem halda átti Grand Hótel í Reykjavík helgina 14.-15. mars nk. hefur verið frestað. Landsþing verður aftur auglýst þegar stjórn hefur tekið ákvörðun um nýjan þingtíma.

 

Landsþing hefur æðsta vald í öllum málefnum Viðreisnar.

 

Kjörgeng á landsþingi er allt félagsfólk í Viðreisn. Þau hafa þar tillögu- og atkvæðisrétt hafi þau verið skráð í flokkinn minnst viku fyrir landsþing og skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti.

 

Þinggjald er 10.000 krónur. Innifalið í því eru fundargögn, hádegisverður báða dagana og kaffi. Félagar í Uppreisn (35 ára og yngri) geta fengið helmingsafslátt af gjaldinu.

 

Nánari upplýsingar og dagskrá verður auglýst og birt hér þegar nær dregur.