Landsþing 2020

Heimasida_landsfundur-1900x500 (1)

Dagskrá landsþings

 

Þingsetning kl. 16.00

 

Ræða formanns

 

Kosning í embætti til kl. 16.30

 

Kosning til varaformanns klst. eftir að kjöri formanns er lýst

 

Ávarp frá Nicola Beer, varaforseta Evrópuþingsins

 

Skemmtiatriði frá Eyþóri Inga

 

Stór skref með þingflokki Viðreisnar

 

Þingflokkur Viðreisnar situr fyrir svörum

 

Kjöri varaformanns lýst

 

Þingi frestað um kl. 18.30

 

Framboð til embætta

Framboðsfrestur til þessara embætta rann út kl. 12.00 á hádegi 23. september. Alls bárust 20 framboð. Hægt er að kynna sér frambjóðendur hér.

 

 • Til formanns Viðreisnar: 
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • Til stjórnar, kjörnir verða fimm stjórnarmenn og tveir til vara:
  • Andrés Pétursson
  • Axel Sigurðsson
  • Benedikt Jóhannesson
  • Elín Anna Gísladóttir
  • Jasmina Vajzovic Crnac
  • Karl Pétur Jónsson
  • Konrad H Olavsson
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Sonja Sigríður Jónsdóttir
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
 • Til formennsku í atvinnumálanefnd:
  • Jarþrúður Ásmundsdóttir
  • Thomas Möller
 • Til formennsku í efnahagsnefnd:
  • Gunnar Karl Guðmundsson
 • Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd:
  • Ólafur Guðbjörn Skúlason
 • Til formennsku í innanríkisnefnd:
  • Geir Finnsson
 • Til formennsku í jafnréttisnefnd:
  • Oddný Arnarsdóttir
 • Til formennsku í mennta- og menningarnefnd:
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd:
  • Jón Þorvaldsson
 • Til formennsku í utanríkisnefnd:
  • Benedikt Kristjánsson
ARVE Error: Mode: lazyload not available (ARVE Pro not active?), switching to normal mode

Þriðja landsþing Viðreisnar verður alrafrænt, þann 25. september frá klukkan 16:00 til 18:30, með beina útsendingu frá Hörpu.

Kosning er rafræn og þurfa þinggestir að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Leiðbeiningar um hvernig kosið er má finna á meðfylgjandi pdf skjali og í myndbandinu hér að neðan. Þinggestir sem ekki geta skráð sig inn geta sent tölvupóst á hjalp@vidreisn.is.

 

Áður en framboðsfrestur rann út, kl. 12.00 miðvikudaginn 23. september, bárust alls 20 framboð í embætti flokksins. Frestur til að bjóða sig fram til varaformanns rennur út á landsþinginu, klukkustund eftir að lýst hefur verið kjöri formanns. Hægt er að tilkynna um framboð á vidreisn@vidreisn.is.

Landsþing hefur æðsta vald í öllum málefnum Viðreisnar.

 

Kjörgengir á landsþingi eru allir félagar í Viðreisn. Þeir hafa þar tillögu- og atkvæðisrétt hafi þeir verið skráðir í flokkinn minnst viku fyrir landsþing og skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti.

 

Kosningar á þinginu verða rafrænar og kosið í gegnum síma eða tölvu. Til að tryggja öryggi kosninganna verða þinggestir að skrá sig á þar til gerðan kosningavef með rafrænum skilríkjum en tryggt verður að kosningar verði leynilegar og órekjanlegar. Þinggestir eru því hvattir til að ganga úr skugga um að þeir hafi gild rafræn skilríki. Opnað verður fyrir kosningavefinn föstudaginn 25. september kl. 8.00, þegar kosning hefst.

 

Kosið verður til eftirfarandi embætta:

1. Formanns Viðreisnar.

2. Varaformanns Viðreisnar.

3. Fimm meðstjórnenda og tveggja varamanna stjórnar Viðreisnar.

4. Formenn málefnanefnda Viðreisnar.

 

Framboðsfrestur til formanns Viðreisnar, stjórnar og formanna málefnanefnda var til kl. 12.00, miðvikudaginn 23. september 2020. Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit í formannskjöri.

 

Þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til embætta Viðreisnar geta tilkynnt um framboð sitt með því að senda póst á vidreisn@vidreisn.is.

 

Ekkert þinggjald verður fyrir þingið.