Landsþing Viðreisnar 28. ágúst 2021

Skráðu þig á landsþing hér

Dagskrá landsþings

Athugið. Tímasetningar geta riðlast til.

8:00 Innskráning hefst

 

9:00 Setning  landsþings

 

9:15 Skýrsla framkvæmdastjóra

 

9:20 Kosning endurskoðanda

 

9:25 Stjórnmálaályktun

 

9:30 Málefnavinna 1

  • Heilbrigðis- og velferðarmál
  • Jafnréttismál
  • Mennta-, menningar- og tómstundamál
  • Umhverfis- og auðlindamál

 

11:00 Hlé

 

11:30 Málefnavinna 2

  • Atvinnumál
  • Efnahagsmál
  • Innanríkismál
  • Utanríkismál

 

13:00 – Samþykktir, umræða og atkvæðagreiðslur um breytingartillögur

 

14:30 – Kosning um ályktanir málefnanefnda og stjórnmálaályktun

 

Streymi hefst á vidreisn.is og facebook.com/vidreisn

16:00 – Ávarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar

 

16:15 – Samþykkt stjórnmálaályktun kynnt

 

16:20 – Sigmar Guðmundsson ræðir við frambjóðendur

 

17:00 – Ávarp Starra Reynissonar, forseta Uppreisnar

 

17:15 – Græni þráðurinn kynntur

 

17:30 – Ávarp Daða Más Kristóferssonar, varaformanns Viðreisnar, sem slítur þinginu.

Beint streymi verður frá landsþingi Viðreisnar og hefst það kl. 16.00 með ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Hægt er að fylgjast með streyminu á síðunni vidreisn.is/live eða á facebook.com/vidreisn.

 

Framhald þriðja landsþings Viðreisnar verður haldið heima hjá þér laugardaginn 28. ágúst!

 

Landsþingið verður rafrænt, vegna sóttvarnarráðstafanna.

 

Með því að taka þátt í landsþingi þennan laugardag gefst þér tækifæri til að móta stefnu Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Á landsþinginu munum við að sjálfsögðu hafa orðfæri Viðreisnar í hávegum og viðmið Viðreisnar um leiðir, gildi og leikreglur í flokksstarfi.

Landsþingið verður rafrænt á Zoom. Skráningu á þingið lauk föstudaginn 27. ágúst kl. 20.00.

 

Skráðir þinggestir hafa fengið staðfestingarpóst, frá Zoom, með hlekk á netfundinn og hlekk á þinggögn. Þar er einnig að finna drög að fundarsköpum fyrir landsþingið. Bent er á að samkvæmt þeim verða einungis teknar fyrir breytingartillögur sem berast fyrir kl. 23.59 miðvikudaginn 25. ágúst.

 

Ef þú hefur ekki  notað Zoom áður, þá eru hér leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig á  fjarskiptaforritið.

 

Ef þú hefur notað Zoom áður, þá þarf að skrá sig á landsþingið með sama netfangi og er notað til að skrá inn á Zoom. Hver skráning á landsþingið þarf að hafa sérstakan Zoom aðgang. Þegar kemur að landsþinginu sjálfu verður þér sjálfkrafa hleypt inn, ef netfangið sem þú skráðir og netfangið sem þú notar til að skrá þig inn á Zoom stemma.

 

Ef þú lendir í vandræðum með að skrá þig, þá getur þú sent póst á hjalp@vidreisn.is og við munum hjálpa þér áfram.

 

Seturétt á landsþingi hafa skráðir félagar í Viðreisn, sem skráð sig hafa í flokkinn a.m.k. viku fyrir landsþing og hafa skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti fyrir kl. 20 föstudaginn 27. ágúst. Síðasti séns til að skrá sig í Viðreisn til að taka þátt á landsþinginu var því kl. 23.59, laugardaginn 21. ágúst.

 

Þegar þú hefur skráð þig á landsþingið og við höfum staðfest að þú hafir seturétt á munt þú fá staðfestingarpóst með hlekk á rafrænan fund. Vinsamlegast passið upp á þann póst og deilið hlekknum sem þið fáið ekki með öðrum. Þetta er ykkar persónulegi hlekkur.

 

 • Hér má finna leiðbeiningar fyrir Zoom, ef þú hefur ekki notað það forrit áður
 • Ef margt Viðreisnarfólk er á hverju heimili þarf hvert þeirra fyrir sig að skrá sig á fundinn og mæta á fjarfundinn á mismunandi tæki (tölvu, síma, spjaldtölvu). Hver innskráning á fjarfundinn hefur bara eitt atkvæði í atkvæðagreiðslu.
 • Málefnadrög hafa verið send á alla skráða þinggesti.
 • Tillögur um breytingar á samþykktum hafa verið sendar á alla skráða þinggesti.
 • Ef þú vilt hafa Viðreisnarlegan bakgrunn á landsþinginu má finna slíkar myndir hér, sem þú getur hlaðið niður.

 

Þú getur kynnt þér grunnstefnu Viðreisnar, stefnur í ákveðnum málaflokkum, eins og þær standa nú, og núgildandi samþykktir Viðreisnar, fyrir fundinn.