Viðreisn

  Öflugri og sjálfbærari landbúnaður Viðreisn leggur áherslu á að endurskoða styrkjakerfi landbúnaðarins til að efla greinina og gera hana sjálfbærari. Mikilvægt er að ýta undir aukna fjölbreytni og nýsköpun með stuðningi við verkefni á borð við skógrækt, lífrænan landbúnað, landgræðslu, vöruþróun, endurheimt votlendis, smávirkjanir og ferðaþjónustu. Lestu...

  Þjónusta við fólk verði í öndvegi skipulags heilbrigðis- og velferðarmála, ekki form rekstrarins, sem standa á öllum til boða óháð efnahag. Kostnaðargreining verði grundvöllur fjárveitinga til allrar velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Einfalda og samþætta þarf kerfið þannig að það sé skiljanlegt og aðgengilegt fyrir alla. Öflugt...

    Aukið viðskiptafrelsi, markviss efnahagsstjórn, einfaldara reglugerða- og skattaumhverfi, öflug samkeppni, stöðugur gjaldmiðill og virk þátttaka í alþjóðlegu viðskiptalífi eru grunnforsendur fyrir efnahagslegum framförum, aukinni framleiðni og varanlegri aukningu kaupmáttar. Þannig má koma framleiðni á Íslandi í fremstu röð. Markaðslausnir verði nýttar þar sem þeim verður...

  Virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, m.a. með uppbyggingu alþjóðlegra atvinnugreina Lykill að bættum lífskjörum á Íslandi er aukin alþjóðleg samvinna, aukið frelsi í viðskiptum og stöðugt efnahagslíf. Framtíðarvöxtur atvinnulífs þarf að verða í vel launuðum alþjóðlegum þekkingar- og tæknigreinum til að unnt sé að auka framleiðni,...

  Ísland skal leggja sitt af mörkum Mannréttindi eru óaðskiljanlegur hluti alþjóðastjórnmála en ekki einkamál sérhverrar þjóðar. Ísland skal leggja sitt af mörkum til þróunarsamvinnu, mannúðar- og neyðaraðstoðar, sem og móttöku flóttafólks. Ísland ætti að setja fordæmi, með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi, í málefnum flóttamanna- og...

  Tryggjum eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum Viðreisn styður  að gerðar verði verulegar endurbætur á stjórnarskránni  í sátt þings og þjóðar.  Litið verði til tillagna stjórnlagaráðs og annarra hugmynda sem komið hafa fram síðan.  Lögð verði áhersla á að ná fram raunhæfum breytingum sem tryggja eignarhald þjóðarinnar...

  Kröftug sveitarfélög með þjónustu nær íbúum Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Blómleg og öflug byggð landið um kring er forsenda velsældar. Með því að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu er stuðlað að sjálfbærri...

  Tryggjum þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd Refsistefna í málefnum kynlífsverkafólks og þolenda vændis, sem er skaðleg þeirra hagsmunum, er úrelt. Nauðsynlegt er að stuðla að skaðaminnkandi nálgun í þeim málaflokki og efla félagsleg úrræði þeim til stuðnings. Þolendum mansals verði tryggð fullnægjandi réttarvernd og stuðningur. Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar...

  Með breytingu á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægis og jafnræði meðal trúfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ríkið leggi af úthlutun sóknargjalda og hætti skráningu trúar- og lífsskoðana. Skerpa þarf á þrískiptingu ríkisvaldsins með aukinni aðgreiningu valdþátta og þannig auka tiltrú fólks á dómstólum...

  Stærstu áskoranir samtímans eru á sviði umhverfismála. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og því neyðarástandi sem vofir yfir heimsbyggðinni. Við verðum að taka stór skref strax og koma á hvötum þannig að þeir borgi sem menga. Sjálfbær og ábyrg...