Reglur um uppstillingu á framboðslista fyrir Alþingiskosningar 2016

  • Sérstök uppstillingarnefnd skal vera í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur. Sameiginleg uppstillingarnefnd er fyrir Reykjavíkurkjördæmin. Stjórn Viðreisnar skipar nefndirnar þremur, fimm eða sjö einstaklingum og skal gæta þess að nefndarmenn hafi sem víðtækust og fjölbreyttust tengsl. Uppstillingarnefndir hafa að lágmarki 4 vikur til að stilla upp lista eftir að þær hafa verið skipaðar.
  • Yfirkjörnefnd hefur það hlutverk að taka við tillögum uppstillingarnefnda og gæta þess að farið sé að þessum reglum við uppstillingar. Yfirkjörnefnd hefur jafnframt heimild, í samráði við viðkomandi uppstillingarnefnd, að gera breytingar á lista til þess að ná fram markmiðum um kynjaskiptingu og sem sterkast framboð á landinu í heild í samræmi við þessar reglur.
  • Listi hvers kjördæmis skal skipaður jafnmörgum konum og körlum og skal skipting að jafnaði vera kona, karl, kona, karl eða öfugt. Stefnt skal að því að jafnmargar konur skipi fyrsta sæti framboðslista fyrir landið í heild og karlmenn, þ.e. þrjár konur og þrír karlmenn.
  • Í efstu fjórum sætum hvers lista skal leitast við að hafa fólk með reynslu á mismunandi sviðum og á mismunandi aldri. Allir sem þessi sæti skipa skulu hafa þekkingu og hæfileika til þess að skipa sæti á Alþingi að dómi nefndarmanna.
  • Mikilvægt er að horfa til aldursdreifingar, menntunar og reynslu í því samhengi til þess að listinn í heild sýni fjölbreytni samfélagsins. Gæði hópsins í heild skulu höfð að leiðarljósi og þess gætt að frambjóðendur hafi lífssýn í samræmi við stefnu Viðreisnar og að þeir myndi góða liðsheild.
  • Listi hvers kjördæmis skal að lágmarki hafa tvöfaldan fjölda þingmanna kjördæmisins.
  • Uppstillingarnefndir kjördæma skila tillögu að uppstillingu til yfirkjörnefndar fyrir settan skilafrest. 
  • Uppstillingarnefnd og/eða yfirkjörnefnd getur krafist ítarlegra upplýsinga um frambjóðendur og kallað þá til viðtals.

Yfirkjörnefnd sér til þess að reglur þessar verði kynntar á vettvangi Viðreisnar og jafnframt að benda áhugasömum frambjóðendum á að gefa sig fram við uppstillingarnefnd viðkomandi kjördæmis.

Nánar um kjördæmi og fjölda frambjóðenda

Viðreisn býður fram í öllum sex kjördæmunum. Í hverju kjördæmi þarf að bjóða fram lista með ákveðnum fjölda frambjóðenda sem er reiknaður út eftir hverjar Alþingskosningar. 

1. Norðvesturkjördæmi – 16 frambjóðendur
Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Bæjarhreppur, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Höfðahreppur, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

2. Norðausturkjördæmi – 20 frambjóðendur 
Fjallabyggð, Grímseyjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur,Svalbarðshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.

3. Suðurkjördæmi – 20 frambjóðendur 
Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.

4. Suðvesturkjördæmi – 26 frambjóðendur 
Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

5. Reykjavíkurkjördæmi suður – 22 frambjóðendur

6. Reykjavíkurkjördæmi norður – 22 frambjóðendur