Siðferðisgáttin

Öllum einstaklingum sem starfa hjá Viðreisn og skráðum félögum í flokknum skal tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi í störfum sínum í tengslum við flokkinn. 

 

 

Siðferðisgáttin er vettvangur fyrir starfsfólk og félaga í flokknum til þess að koma kvörtunum um einelti, áreitni, ofbeldi eða vanlíðan í starfi áfram til óháðra aðila utan flokksins, til þess að koma málum áfram í réttan farveg. Siðferðisgáttin tekur við tilkynningum í trúnaði og styður tilkynnanda sem og flokkinn um möguleg skref.  

 

Mál er hægt að tilkynna í gegnum tilkynningarformið hér, með tölvupósti á sidferdisgattin@sidferdisgattin.is eða með því að hringja í síma 520-4790. 

 

Jafnframt getur þú haft samband við framkvæmdastjóra flokksins eða stjórn flokksins

 

Þú velur þá leið sem þér líður best með. 

 

Skoða má aðgerðaáætlun Siðferðisgáttarinnar og Viðreisnar hér