06 mar Aðalfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ

Kæru félagsmenn Viðreisnar í Mosfellsbæ
Aðalfundur Félags Viðreisnar í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudaginn 6. mars klukkan 20:00 í húsnæði Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 (5. hæð), 108 Reykjavík.
Allir félagar í Viðreisn sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ eiga rétt á setu á fundinum.
Framboð í embætti skulu tilkynnt á netfangið mosfellsbaer@vidreisn.is fyrir 27. febrúar 2025. Hafi ekki nægjanlegur fjöldi framboða borist á þeim tíma er heimilt að taka við framboðum á fundinum sjálfum.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar, staðfestir af skoðunarmönnum, lagðir fram til samþykktar
4. Breytingar á nánari starfsreglum félagsins (ef þarf)
5. Kosning formanns
6. Kosning fjögurra stjórnarmanna
7. Kosning tveggja manna varastjórnar
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Ákvörðun félagsgjalda
10. Önnur mál
Einfaldur meirihluti atkvæða félagsmanna ræður úrslitum á aðalfundi.
Með bestu kveðju,
Stjórn félags Viðreisnar í Mosfellsbæ