28 okt Akureyri: ákvörðun um framboð og fyrirkomulag lista
Nú er hátíð í bæ. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan og teljum við tímabært að við bjóðum fram undir nafni Viðreisnar á Akureyri og viljum við hér með hefja formlegan feril þess efnis.
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. október 2025, kl. 19:15 í fundarsal Múlabergs á Hótel KEA.
Dagskrá fundar:
-Kosning fundarstjóra og fundarritara.
-Kynning á því sem er framundan og mikilvægum dagsetningum.
-Kynning og í kjölfar kosning á tillögu stjórnar um framboð í nafni Viðreisnar á Akureyri fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2026.
-Kynning og í kjölfar kosning á tillögu stjórnar um framkvæmd röðunar á lista Viðreisnar á Akureyri, uppstilling eða prófkjör.
-Kosning í uppstillingarnefnd eða kjörstjórn, eftir því sem við á.
Allir félagsmenn Viðreisnar á Akureyri eru með atkvæðisrétt í þessum málum og gjaldgengir í uppstillingarnefnd og kjörstjórn.
Við óskum eftir framboðum í uppstillingarnefnd og kjörstjórn (ef við á). Hægt er að bjóða sig fram á staðnum eða hafa samband við stjórn á netfanginu akureyri@vidreisn.is. Verkefnið er stórt og hvetjum við öll sem tök hafa á að koma með í þessa vegferð!
Kl 20 opnum við svo húsið og bjóðum á opin fund með tveimur af okkar öflugustu þingmönnum en það eru þeir Ingvar Þóroddsson og Eiríkur Björn Björgvinsson. Þeir hafa frá mörgu að segja af þinginu og vilja ekki fara aftur þangað inn nema með gott veganesti frá grasrótinni, svo það er skylda okkar að mæta þeim væntingum!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Viðreisnar á Akureyri.