Eldhúsdagur – Áhorfspartý

Eldhúsdagur - Áhorfspartý

Hvenær

11/06    
19:30 - 22:00

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Það verður bein útsending frá almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi, þar sem fulltrúar allra flokka fara yfir þingveturinn. Deilt verður um hversu vel stjórnarmeirihlutinn hafi staðið sig þennan hálfa þingvetur og hugsanlega rætt um tafaleiki stjórnarandstöðunnar og hvernig þeim tekst að takast á við nýjan veruleika að vera ekki við stjórnartaumana. Við ætlum að koma saman og fylgjast með umræðunum, dæma þingmann á annan eftir ræðustíl, orðsnilld og hvort viðkomandi takist að koma á óvart. Pizzur verða í boði og skemmtileg samvera áhugafólks um pólitík. Öll velkomin.