Kraginn krufinn – opinn fundur

When

28/09    
10:00 - 11:00

Where

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Sveitarstjórnarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi munu troða upp á opnum fundi laugardaginn 28. september.

Þau starfa hörðum höndum við að tryggja áhrif Viðreisnar bæjum sínum til framdráttar þrátt fyrir að oft sé við ramman reip meirihlutans að draga. Þau sækja styrk hvert til annars og koma sameiginlega fram í málum sem snerta höfuðborgarsvæðið allt, líkt og í yfirstandandi umræðu um Sorpu.

Það er um margt að ræða við þau varðandi pólitíkina í nærsamfélaginu og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn!

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, mun stýra umræðum.

Fundinum verður streymt á Facebooksíðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni og þið eruð öll velkomin!