08 feb Laugardagskaffi: Bættar almenningssamgöngur

Laugardagskaffið okkar, sem skipulagt er af málefnaráði hefst aftur laugardaginn 8. febrúar. Að venju verður kaffi og brauð á borðum á meðan við hlustum og spjöllum um áhugaverð erindi.
Að þessu sinni fáum við til okkar Atla Björn Levy, forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu og samgönguverkfræðing. Hann ætlar að segja okkur hvar verkefnið er statt og hvað er framundan.
Öll velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur.