Laugardagskaffi – Veðmál í brennidepli, opið samtal um áhrif og ábyrgð

Laugardagskaffi - Veðmál í brennidepli, opið samtal um áhrif og ábyrgð

Hvenær

25/10    
11:00

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Laugardagskaffið okkar heldur áfram!

Netveðmál hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum á Íslandi og þá jafnvel meðal barna og ungmenna. Þrátt fyrir að starfsemin sé ólögleg hér á landi er Ísland orðið ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Ungir drengir á aldrinum 13–14 ára hafa þegar tekið fyrstu skrefin inn í þennan heim, oft án eftirlits eða skilnings á afleiðingum.

Viðreisn boðar til opins fundar þar sem rætt verður:

  • Veðmálafíkn meðal ungmenna. Hún sýnir hvernig fíknin hefur færst úr hefðbundnum spilakössum og yfir í símann, þar sem aðgengi og hraði auka hættuna veðmálafíkn.
  • Er hægt að tryggja ábyrgð og eftirlit án þess að grípa til bannstefnu?
  • Hvernig má skattleggja erlenda veðmálastarfsemi og nota tekjurnar til forvarna og aðstoðar við ungt fólk og aðra?
  • Getum við tekið upp leyfiskerfi líkt og nágrannalönd okkar þar sem fyrirtæki bera ábyrgð á eftirliti og fræðslu með starfsemi sinni?

Meðal framsögumanna verða sérfræðingar í fíknivanda, fjármálum og stjórnmálum sem ræða raunhæfar lausnir.

Fundarstjóri : Guðmundur Gunnarsson Framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar

  • Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur
  • Gunnar Úlfarsson – Hagfræðingur Viðskiptaráðs, staðgengill framkvæmdastjóra
  • Sverrir Páll Einarsson – formaður Uppreisnar
  • Grímur Grímsson alþingismaður

Allir eru velkomnir – umræðufundur um eitt brýnasta samfélagsmál samtímans.

Heitt á könnunni og bakkelsi með því!

Fjarfundarhlekkur: Video call link: https://meet.google.com/qfm-dntu-xsq