Mosfellsbær: ákvörðun um aðferð uppröðunar lista

Mosfellsbær: ákvörðun um aðferð uppröðunar lista

Hvenær

30/10    
20:00 - 20:45

Hvar

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Bjarkarholt 35, Mosfellsbær, 270

Event Type

Viðreisn í Mosfellsbæ boðar til félagsfundar í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, fimmtudaginn 30. október, kl. 20:00. Þar verður tekin afstaða til þess hvernig raðað verður á framboðslista Viðreisnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2026.

Á fundinum verður ákveðið hvaða leið verður farin til þess að raða á framboðslistann.
Það sem helst kemur til greina er:
● Uppstilling: Kosin er uppstillingarnefnd sem vinnur tillögu að framboðslista sem
síðan er borin undir félagsfund til samþykktar.
● Prófkjör: Félagar geta boðið sig fram í ákveðin sæti og niðurstaðan byggir á
atkvæðum félagsmanna. Verði ákveðið að fara í prófkjör þarf fundurinn að taka
ákvörðun um fyrirkomulag þess og fjölda sæta sem það tekur til.

Dagskrá:
1. Val á aðferð við val á framboðslista
2. Kosning kjörstjórnar (ef prófkjör er valið)
3. Kosning uppstillingarnefndar
4. Önnur mál
Þingmenn Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, Sigmar Guðmundsson og Eiríkur Björn
Björgvinsson, mæta og taka þátt í umræðunni.

Fundurinn verður haldinn:
● Hvenær: Fimmtudaginn 30. október 2025 kl. 20:00
● Hvar: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Við hvetjum alla félaga til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu ákvörðun um næstu
skref í starfi Viðreisnar í Mosfellsbæ. Komdu og taktu þátt í samtalinu um bæinn okkar.

Ertu ekki félagi í Viðreisn? Skráðu þig hér: https://vidreisn.is/vertu-med/
Kær kveðja, Stjórn Viðreisnar í Mosfellsbæ