10 jún Orkuskiptin og stækkun raforkukerfisins

Á þriðjudaginn 10. júní kl. 20 mun Dr. Magni Þór Pálsson verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti og Einar Snorri Einarsson forstöðumaður á skrifstofu forstjóra, heimsækja okkur að Suðurlandsbraut 22. Fundurinn er opinn öllum.
Magni er einn reyndasti sérfræðingur okkar í raforkumálum. Hann mun ræða við okkur um hvað stendur upp á ríkisstjórnina að gera til að tryggja að undirbúningur stækkunar raforkukerfisins og orkuskipta gangi greiðlega fyrir sig. Einar Snorri er með stefnu og framtíðarsýn Landsnets á sinni könnu.
Hér höfum við dregist aftur úr nágrannaþjóðum okkar undanfarin ár. Á fundinum gefst tækifæri til að spyrja Magna og Einar Snorra spjörunum úr um raforkumál í nútíð og framtíð. Raforkugeirinn gæti í framtíðinn orðið mikilvægasta atvinnugreinin fyrir efnahag landsins, en aðeins ef vandað er vel til alls undirbúnings orkuskipta og stækkunar raforkukerfisins.