Stjórnmálakvöld Viðreisnar

Stjórnmálakvöld Viðreisnar

Hvenær

15/03    
17:00 - 20:00
 Góðir félagar og nýliðar!
Uppreisn býður ykkur öll velkomin á Stjórnmálakvöld Viðreisnar – frábæran viðburð þar sem við fáum þingmenn og ráðherra Viðreisnar til að deila sínum hugmyndum og innsýn í pólitík! Þetta verður kvöld fullt af fróðleik, pælingum og ekki síst… gleði!
þrátt fyrir að viðburðurinn sé sérstaklega sniðinn að nýliðum þá eru margir dagskráliðir þarna ALLIR Uppreinsarliðar myndu hafa áhuga á, sama hvort þú ert nýbúinn að taka fyrstu skrefin í stjórnmálunum eða búinn að vera með okkur lengi!
Dagskráin:
• Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks – Allt um Alþingi: Fáum innsýn í hvernig Alþingi virkar og hvað fer fram á bakvið tjöldin!
• María Rut Kristinnsdóttir, þingmaður – Pælum í pólitík: Spjöllum um af hverju við erum í pólitík yfir höfuð.
• Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra – Framkoma frá pontu til hlaðvarps: Hvernig við getum nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að koma okkar málum á framfæri.
• Jón Gnarr, þingmaður – Hvernig gerum við pólitík skemmtilega?: Allt sem þú vilt vita um að bæta gleði í pólitík!
Eftir þessa frábæru fyrirlestra verður að sjálfsögðu pítsa og bjór í boði og við tökum kvöldið áfram með partý þar sem við munum spjalla, hlæja og styrkja félagsskapinn!
Komdu með og gerðu kvöldið ógleymanlegt!
Við höfum mörg stór og smá mál að ræða, svo þetta verður kvöld sem þú vilt ekki missa af!
ATH: Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur viðburðinum
Við sjáumst!