30 maí Stofnfundur Viðreisnar í Múlaþingi

Viðreisn í Múlaþingi verður stofnað í hátíðarsal Alþýðuskólans að Eiðum, þann 30. maí kl. 20.00.
Allir félagar í Viðreisn sem búsettir eru í Múlaþingi verða sjálfskrafa stofnfélagar. Ef þú vilt vera með í stofnun nýs stjórnmálaafls í Múlaþingi, þá getur þú skráð þig í Viðreisn hér.
Dagskrá fundarins er:
- Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara
- Stofnun félags og samþykktir félags staðfestar
- Kosning stjórnar og ákvörðun prókúruhafa
- Formaður
- Tveir meðstjórnendur
- Tveir varamenn
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
Viðreisnarfélagar sem búsett eru í Múlaþingi geta boðið sig fram til formanns, stjórnar, varamanns í stjórn eða sem skoðunarmaður reikninga með því að senda tölvupóst á netfangið mulathing@vidreisn.is
Fólk áhugasamt um Viðreisn er einnig velkomið á stofnfundinn, þó einungis skráðir félagar geti kosið.