15 okt Við leggjum af stað – Vertu með
Við leggjum af stað – Vertu með!
Opinn fundur Viðreisnar í Hafnarfirði
Opinn fundur Viðreisnar í Hafnarfirði
Sveitarstjórnarkosningar eru framundan og Viðreisn í Hafnarfirði leggur nú af stað í undirbúninginn af krafti. Við bjóðum bæjarbúum á opinn fund miðvikudagskvöldið 15. október kl. 20:00 í húsnæði Siglingaklúbbsins Þyt, Strandgötu 88.
Á fundinum verða meðal annars Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, og Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi, sem ræða málefni bæjarins og næstu skref í aðdraganda kosninganna.
Fundurinn er öllum opinn, hvort sem þú ert félagi eða einfaldlega áhugasamur um framtíð Hafnarfjarðar.
Komdu og taktu þátt í samtalinu um bæinn okkar. 