Meira grænt
Lífsgæði eru okkur hugleikinn og því viljum við efla þau eins vel og við getum hvort sem það er í leik eða starfi. Loftgæði falla undir lífsgæði og er mikilvægur þáttur í okkar daglega lífi. Til að auka loftgæði í bænum okkar og til að draga úr svifryksmengun, þarf að hreinsa götur reglulega. Þá þarf loftgæðamælingar og við í Viðreisn viljum fjölga mælum og koma þeim fyrir á nokkrum stöðum í bænum.
Við viljum Reykjanesbrautina frà Kaplakrika í stokk.
Við viljum að trjáræktarstefna Hafnarfjarðar verði til hliðsjónar þegar verið er að skipuleggja gróðurrækt á nýjum og eldri hverfum bæjarins og klára trjáræktarstefnu fyrir upplandið í Hafnarfirði
Vistvænar samgöngur og öfluga hjólreiðaáætlun
Fleiri fjölskylduvæn útisvæði innan bæjarins
Efla nýsköpun í endurvinnslu