Meiri lífsgæði

Allt sem Viðreisn gerir miðar að auknum lífsgæðum fyrir Hafnfirðinga, unga sem aldna.

 

Setjum Reykjanesbrautina í stokk.

Byggjum fjölbreytt húsnæði þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi

Lengjum opnunartíma sundlauga og bókasafnsins um helgar

Brúum bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla

Meiri samvinna

Viðreisn vill auka samvinnu, til dæmis í sameiginlegum innkaupum á vörum og þjónustu. Það eykur hagkvæmni og hjálpar okkur að gera góðan bæ enn betri. Við teljum að bæjarbúar eigi að taka virkari þátt í ákvörðunum um hverfin sín.

 

Samnýtum rafrænar lausnir með öðrum sveitarfélögum með það að markmiði að lækka kostnað og bæta þjónustu

Við viljum setja aukið fjármagn og efla aðkomu bæjarbúa að ákvörðunum um framkvæmdir í sínu hverfi á síðunni Betri Hafnarfjörður. 

Við viljum ná fram hagkvæmari innkaupum með því að samræma þau með nágrannasveitarfélögum okkar

Meira aðgengi

Viðreisn vill auka aðgengi fyrir alla Hafnfirðinga, sama hvort það sé aðgengi að byggingum og húsnæði, upplýsingum úr stjórnsýslunni eða hjólreiðafólks um bæinn okkar. 

 

Tökum upp Hafnarfjarðar-app sem einfaldar upplýsingaflæði og umsóknir um þjónustu

Innleiðum hjólreiðaáætlun og fylgjum henni fast eftir

Römpum upp Hafnarfjörð 

Eflum snjómokstur bæjarins á vetrardögum

Meiri vellíðan

Við í Viðreisn teljum það vera lykilatriði að íbúum og starfsfólki Hafnarfjarðar líði vel í bænum okkar, bæði líkamlega en ekki síður andlega.

 

Mötuneyti í alla skóla með lífrænum og hollum mat

Öflugri frístundastyrkur barna frá fjögurra ára aldri og greiddur út í einu lagi

Eflum enn frekar aðgengi eldri borgara að fjölbreyttri hreyfingu

Komum upp sjósundsaðstöðu hjá Sundhöll Hafnarfjarðar og bætum þar aðstöðu 

Meira gegnsæi

Við í Viðreisn teljum að stjórnsýsla bæjarins eigi að vera opin öllum og að bæjarbúar hafi meiri aðgang að upplýsingum um þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins. Við viljum efla íbúalýðræði bæjarbúa.

 

Viðreisn vill ráða inn hæfan og faglegan bæjarstjóra sem hefur reynslu og þekkingu á rekstri stórra skipulagsheilda.

Virðum rammaskipulag nýrra hverfa með lífsgæði bæjarbúa að leiðarljósi

Fjárfestum í snjallvæðingu stjórnkerfisins og einföldum það til muna

Meira grænt

Lífsgæði eru okkur hugleikinn og því viljum við efla þau eins vel og við getum hvort sem það er í leik eða starfi. Loftgæði falla undir lífsgæði og er mikilvægur þáttur í okkar daglega lífi. Til að auka loftgæði í bænum okkar og til að draga úr svifryksmengun, þarf að hreinsa götur reglulega. Þá þarf loftgæðamælingar og við í Viðreisn viljum fjölga mælum og koma þeim fyrir á nokkrum stöðum í bænum. 

 

Við viljum Reykjanesbrautina frà Kaplakrika í stokk.

Við viljum að  trjáræktarstefna Hafnarfjarðar verði til hliðsjónar þegar verið er að skipuleggja gróðurrækt á nýjum og eldri hverfum bæjarins og klára trjáræktarstefnu fyrir upplandið í Hafnarfirði

Vistvænar samgöngur og öfluga hjólreiðaáætlun

Fleiri fjölskylduvæn útisvæði innan bæjarins

Efla nýsköpun í endurvinnslu