Viðreisn í Hafnarfirði

Meira aðgengi

Viðreisn vill auka aðgengi fyrir alla Hafnfirðinga, sama hvort það sé aðgengi að byggingum og húsnæði, upplýsingum úr stjórnsýslunni eða hjólreiðafólks um bæinn okkar. 

 

Viðreisn vill auka aðgengi fyrir alla Hafnfirðinga, sama hvort það sé er aðgengi að byggingum og húsnæði, upplýsingum úr stjórnsýslunni eða vistvænum samgönguleiðum um bæinn okkar.

 

Tökum upp Hafnarfjarðar-app sem einfaldar upplýsingaflæði og umsóknir um þjónustu

Innleiðum hjólreiðaáætlun og fylgjum henni fast eftir

Römpum upp Hafnarfjörð 

Eflum snjómokstur bæjarins á vetrardögum

Meiri samvinna

Viðreisn vill auka samvinnu, til dæmis í sameiginlegum innkaupum á vörum og þjónustu. Það eykur hagkvæmni og hjálpar okkur að gera góðan bæ enn betri. Við teljum að bæjarbúar eigi að taka virkari þátt í ákvörðunum um hverfin sín.

 

Samnýtum rafrænar lausnir með öðrum sveitarfélögum með það að markmiði að lækka kostnað og bæta þjónustu

Við viljum setja aukið fjármagn og efla aðkomu bæjarbúa að ákvörðunum um framkvæmdir í sínu hverfi á síðunni Betri Hafnarfjörður. 

Við viljum ná fram hagkvæmari innkaupum með því að samræma þau með nágrannasveitarfélögum okkar

Meiri vellíðan

Við í Viðreisn teljum það vera lykilatriði að íbúum og starfsfólki Hafnarfjarðar líði vel í bænum okkar, bæði líkamlega en ekki síður andlega.

 

Mötuneyti í alla skóla með lífrænum og hollum mat

Öflugri frístundastyrkur barna frá fjögurra ára aldri og greiddur út í einu lagi

Eflum enn frekar aðgengi eldri borgara að fjölbreyttri hreyfingu

Komum upp sjósundsaðstöðu hjá Sundhöll Hafnarfjarðar og bætum þar aðstöðu 

Viðreisn í Hafnarfirði  var stofnað 27. september 2017 og hefur síðan verið virk starfseining flokksins hvort sem er í daglegu lífi, sveita -, eða alþingiskosningum. Félagar eru skráðir félagar í Viðreisn sem hafa lögheimili í Hafnarfirði. Hægt er að skrá sig í Viðreisn hér.

 

Í sveitarstjórnarkosningum 2022 varð oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, Jón Ingi Hákonarson kjörinn bæjarfulltrúi með 9,1% atkvæða.

Reikningur:0545-26-6465
Kennitala: 651017-0680

Stjórn Viðreisnar í Hafnarfirði:

  • Sigurjón Ingvason formaður
  • Anna Ingvarsdóttir
  • Auðunn Arnórsson
  • Jón Pétur Gunnarsson
  • Karólína Helga Símonardóttir
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Þórey Þórisdóttir

GREINAR 

Á DÖFINNI

Engir viðburðir