Persónuverndarstefna

Hver erum við

Við erum Viðreisn, stjórnmálasamtök 4408160530. Þú ert á vefsíðu okkar https://vidreisn.is.

 

Hvaða persónugögnum söfnum við og af hverju

Vafrakökur

Vafrakökur eru smáar textaskrár sem vistaðar eru í vafraranum þínum. Tilgangur með notkun þeirra er margvíslegur, til dæmis greina notkun á síðum eða síðuhlutum, bæta virkni og efni síðunnar, einnig má nýta vafrakökur til að birta auglýsingar eftir greiningu markhópa. Gögnin sem fylgja vafrakökum eru með sama hætti nokkuð fjölbreytt, en þar má svo sem finna texta, dagsetningar eða önnur tölugögn, þó eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar. Vert er að benda á að notendur geta stillt vafra sinn á þann hátt að kökur séu hreinsaðar, frá þeim tíma safnast ekki vafrakökur og þarf notandinn að veita leyfi fyrir að slíkt sé gert aftur. Leiðbeiningar um slíkt er að finna á vefsíðu vafrans. Ber þó að hafa í huga að aðgengi að vefsvæðum geta takmarkast á meðan og þannig haft neikvæð áhrif á heildarvirkni

 

Embedded efni frá öðrum síðum

Greinar og annað innsettefni getur innihaldið efni sem birt er frá öðrum veflausnum, s.s. myndbönd, myndir eða annað slíkt. Slíkt efni birtist og virkar notanda á sama hátt og ef hann hefði heimsótt sjálfa uppruna síðuna. Slíkar síður geta því einnig safnað gögnum, nýtt vafrakökur heimiliða skráningu gagna og fylgst með hver viðbrögð þín við efninu séu.

 

Tölfræðigögn

Vafrakökur eru nýttar til að vinna tölfræðigögn sem birta okkur upplýsingar um hvaða síður eru helst skoðaðar, á hvaða tíma og fleira þess háttar. Þessi gögn eru tekin saman með hjálp Google Analytics og Facebook Pixel. Slík gögn eru ekki persónurekjanleg, hægt er að skoða hvort síðan er skoðuð í síma eða fartölvu, hvaða síðuhutar eru heimsóttir og hve lengi er dvalið. Þessar upplýsingar eru notað til að skoða hversu oft vefsíður eru skoðaðar og hvaða efni vekur helst áhuga.

 

Geymslutími

Kökur á Viðreisn.is eru vistaðar í allt að 24 mánuði frá því að heimsókn er gerð á síðuna.

 

Meðferð persónugreinanlegra gagna

Þær persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vafrakökum, verða meðhöndlaðar skv. Ákvæði laga nr.77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ekki verður unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi nema leitað sé að yfirlýstu samþykki notanda og ef svo á við verður gætt að því að gögnum verði fargað með viðeigandi hætti og innan umsamdra tímamarka.

 

Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.

 

Persónuverndarstefna Viðreisnar

 

1. Inngangur persónuverndarstefnu Viðreisnar

Viðreisn – stjórnmálasamtök (Viðreisn) er stjórnmálaflokkur, þ.e. frjáls félagasamtök, sem metur réttindi einstaklinga mikils og vill skapa réttlátt samfélag fyrir alla. Að mannréttindi séu virt í hvívetna og jafnræði sé milli einstaklinga með misjafnar þarfir og mismunandi skoðanir og áhugamál. Öflun upplýsinga um einstaklinga sem standa saman vörð um grunnréttindi Viðreisnar er grunnþáttur í flokkstarfi Viðreisnar.

 

Viðreisn leggur áherslu á að persónuupplýsingar einstaklinga séu varðveittar og meðhöndlaðar í samræmi við lög og bestu framkvæmd hverju sinni. Felur það í sér að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar af gagnsæi, sanngirni, að lögum og virðingu.

 

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráðan einstakling“); einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.

 

Viðkvæmar persónuupplýsingar eru í skilningi stjórnmálasamtaka m.a. en ekki tæmandi talið, upplýsingar um kynþátt, þjóðernislegan uppruna, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, lífsskoðun, aðild að stéttarfélagi, heilsufarsupplýsingar, upplýsingar um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, upplýsingar um kynlíf manna og kynhneigð.

 

Persónuverndarstefna Viðreisnar er sett á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tók gildi 15. júlí 2018. Hún er sett fram til upplýsinga svo einstaklingar geti áttað sig á hvernig flokkurinn aflar upplýsinga, vinnur með þær, í hvaða tilgangi og hvernig þær eru varðveittar hjá flokknum ásamt öryggisþáttum geymslu upplýsinganna. Jafnframt hvernig einstaklingar geta nýtt sér réttinn til að gleymast, kjósi þeir svo.

 

2. Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sem Viðreisn aflar, eru veittar, varðveitir og vinnur með, er Viðreisn – stjórnmálasamtök, kt. 440816-0530, Ármúla 42, 108  Reykjavík. Stjórnmálaflokkar sem eru félagssamtök, njóta stjórnskipulegrar verndar sem sérstaklega mikilvægar félagsgerðir í lýðræðisríki. Það er nauðsynlegt fyrir Viðreisn að afla upplýsinga um flokksmenn, til að geta miðlað og virkjað þátttöku þeirra í starfinu. Allar upplýsingar sem flokksmenn veita Viðreisn eru veittar af fúsum og frjálsum vilja hvers flokksmanns.

 

3. Öflun persónuupplýsinga

Viðreisn aflar og vinnur með persónuupplýsingar um flokksmenn, starfsmenn og þá sem flokkurinn á í viðskiptasambandi við. Flokkurinn safnar einungis þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að flokkurinn geti sinnt skyldum sínum gagnvart framangreindum aðilum. Að meginstefnu til aflar Viðreisn persónuupplýsinga beint frá flokksmönnum, starfsmönnum eða þeim sem hann á í viðskiptasambandi við. Upplýsingar kunna þó jafnframt að koma frá þriðju aðilum, t.d. stjórnvöldum og fyrirtækjum.

 

Mikilvægt er að þær persónuupplýsingar sem sem Viðreisn varðveitir og vinnur með hverju sinni, séu áreiðanlegar og því kunna þær að verða samkeyrðar og uppfærðar við þjóðskrá. Slík samkeyrsla er nauðsynleg til að tryggja að flokksmenn hafi aðgang að réttum upplýsingum og séu skráðir í rétt landshlutafélag og fái upplýsingar frá flokknum um málefni hans. Ólíkum upplýsingum kann að vera aflað með öðrum hætti, allt eftir sambandi viðkomandi við flokkinn.

 

4. Hvaða upplýsingum er safnað

Þær upplýsingar sem Viðreisn fær og vinnur með svo sem nafn, heimilisfang, kennitala, símanúmer og netfang eru ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila, nema lög eða dómsúrskurður kveði á um slíka afhendingu.

 

4.1. Nafn

Nöfn einstaklinga eru upplýsingar sem eru notaðar til að halda utan um flokksaðild og landshlutafélög sem viðkomandi tilheyrir. Nöfn eru jafnframt  nýtt til að halda utan um greiðendur í styrktarkerfi flokksins, þá sem greiða félagsgjöld og þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Nöfn, heimilisföng og kennitölur eru notuð til að halda utan um félagskrá hvers sveitarfélags og hvers kjördæmis sem veitir flokksmönnum rétt til þátttöku í starfi flokksins svo sem fundum, nýtt kjörgengi sitt í viðkomandi félögum og ráðum og rétt til þátttöku í prófkjörum í aðdraganda  sveitarstjórnar- og alþingiskosninga.

 

4.2. Kennitala

Kennitölur eru nýttar til aðgreiningar einstaklinga sem bera sama nafn. Þær veita jafnframt upplýsingar um aldur flokksfélaga. Kennitölur eru nýttar þegar samkeyrsla flokkskrár við þjóðskrá fer fram, til uppfærslu á lögheimili og mögulega aðrar upplýsingar sem kunna að fylgja með í slíkri samkeyrslu. Má þar nefna upplýsingar um hverjir eru skráðir á svokallaða bannskrá hjá þjóðskrá og hverjir ekki. Slíkar upplýsingar nýtast flokknum t.d. við leit að símanúmerum í símaskrá og geti þá jafnframt merkt þá á bannlista ef þeir eru bannmerktir í símaskrá en ekki þjóðskrá. Nöfn, heimilisföng og kennitölur eru notuð til að halda utan um félagskrá hvers sveitarfélags og hvers kjördæmis sem veitir flokksmönnum rétt til þátttöku í starfi flokksins svo sem fundum, nýtt kjörgengi sitt í viðkomandi félögum og ráðum og rétt til þátttöku í prófkjörum í aðdraganda  sveitarstjórnar- og alþingiskosninga.

 

4.3. Heimilisfang og póstnúmer

Skráning flokksfélaga í flokksfélög ræðst af póstnúmeri og heimilisfangi. Persónuupplýsingar sem taka mið af heimilisfangi og póstnúmeri eru því nýttar til skráningar viðkomandi aðila í flokksfélag sem er á því svæði sem heimilisfang hans heyrir undir. Heimilisfang og póstnúmer flokksmanns eru jafnframt nýtt til að koma upplýsingum um starf flokksins til flokksmanns með pósti. Nöfn, heimilisföng og kennitölur eru notuð til að halda utan um félagskrá hvers sveitarfélags og hvers kjördæmis sem veitir flokksmönnum rétt til þátttöku í starfi flokksins svo sem fundum. Jafnframt svo viðkomandi geti nýtt kjörgengi sitt í félögum og ráðum og rétt til þátttöku í prófkjörum í aðdraganda  sveitarstjórnar- og alþingiskosninga.

 

4.4. Netfang

Upplýsingar til flokksfélaga eru alla jafna sent með tölvupósti. Upplýsingar geta varðað fundi, fjáröflun, stefnumál, viðburði, auk fjölmargra upplýsinga sem send eru í aðdraganda kosninga. Netfang er valkvætt og einungis haldið utan um þau netföng sem einstaklingur hefur veitt Viðreisn heimild til að hafa á skrá sinni.

 

4.5. Símanúmer

Símanúmer eru notuð í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til flokksfélaga og geta verið af ýmsum toga svo sem upplýsingar er varða fundi, fjáröflun, stefnumál, viðburði, auk fjölmargra upplýsinga sem varða kosningar. Símanúmer er valkvætt og einungis haldið utan um þau símanúmer sem einstaklingur hefur veitt Viðreisn heimild til að hafa á skrá sinni.

 

5. Meðhöndlun flokkskrár

Viðreisn heldur úti miðlægri flokkskrá þar sem persónuupplýsingar eru varðveittar um hvern flokksmann. Þar eru varðveittar upplýsingar sem flokkurinn aflar, eins og getið er í 4. kafla hér að framan, ásamt upplýsingum um hvaða flokksfélagi viðkomandi tilheyrir og hvaða trúnaðarstöðu viðkomandi flokksmaður gegnir fyrir flokkinn. Aðgang að flokkskrá Viðreisnar í heild hafa einungis þeir starfsmenn sem vegna starfa sinna þurfa þess með og er henni ekki dreift til þriðja aðila. Í miðlægri flokksskrá er haldið utan um upplýsingar um félagatal hvers félags og ráðs fyrir sig. Aðgang að slíku félagatali hafa einungis formenn þeirra og stjórnir í lögmætum tilgangi til þess að geta rækt skyldur við félagsmenn, m.a. vegna aðal- og félagsfunda auk vinnu sem upp kemur í aðdraganda kosninga. Á það eftir atvikum líka við um flokksmenn í sérstökum trúnaðarstörfum eins og fundarstjóra og starfsmenn félagsfunda auk kjör- og uppstillinganefnda í tengslum við val á listum flokksins.

 

Félög og ráð fá ekki afhent netföng úr flokksskrá. Skrifstofa flokksins hefur umsjón með og sendir út skilaboð í tölvupósti á starfssvæði hvers félags og ráðs eftir þörfum hverju sinni. Slíkur aðgangur að félagatali er einungis veittur gegn undirritun strangrar trúnaðarskuldbindingar um meðferð þess og að meðferð þess samræmist í einu og öllu reglum flokksins og lögum landsins. Í tengslum við prófkjör, röðun og kosningar til trúnaðarstarfa til ráða og félaga flokksins geta frambjóðendur í þeim fengið aðgang að kjörskrá, þ.e. viðkomandi félagatali, gegn því að undirrita strangar trúnaðarskuldbindingar um meðferð kjörskrárinnar, að meðferð hennar samræmist í einu og öllu reglum flokksins og lögum landsins. Við gerð kjörskrár eru netföng viðkomandi aldrei afhent þriðja aðila, en einstaka frambjóðendum gefst í prófkjörum kostur á að biðja skrifstofu flokksins um að senda út tölvupóst í sínu nafni á þá flokksmenn sem eru á kjörskrá.

 

6. Miðlun persónuupplýsinga

Viðreisn deilir ekki persónuupplýsingum með þriðja aðila, nema vegna skyldu samkvæmt lögum, fyrirmælum stjórnvalda eða dómstóla og til að geta haldið uppi vörnum vegna réttarágreinings. Slík miðlun skal ávallt vera í samræmi við ákvæði samninga eða að undangengnu samþykki. Flokknum er heimilt að miðla persónuupplýsingum til vinnsluaðila sem er þjónustuveitandi, sbr. 25. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á það m.a. við um þá aðila sem halda utan um örugga geymslu gagna flokksins, veita kerfislausnir varðandi flokksskrá og bókhald, aðila sem veita flokknum upplýsingatækniþjónustu og aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er hluti af rekstri flokksins og nauðsynleg í þeim tilgangi að hann geti rækt hlutverk sitt og skyldur gagnvart félagsmönnum, starfsmönnum og þeim sem hann á í viðskiptasambandi við. Vinnsluaðili fær einungis aðgang að persónuupplýsingum svo fremi að trúnaður ríki um gögnin, þeim sé eytt að vinnslu lokinni, einungis nýttar í þeim tilgangi sem þeim er miðlað og meðferð þeirra hagað í samræmi við lög og reglur. Þegar þannig háttar skal ábyrgðaraðili einungis leita til vinnsluaðila sem veita nægilegar tryggingar fyrir því að þeir geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vinnslan uppfylli kröfur laganna og reglugerðarinnar og réttindi skráðra einstaklinga séu tryggð.

 

7. Heimild fyrir öflun og vinnslu persónuupplýsinga

Heimild Viðreisnar til vinnslu persónuupplýsinga, byggir ýmist á samþykki þeirra sem þær hafa veitt, svo sem með skráningu í flokkinn, vegna samningssambands við viðkomandi aðila og nauðsynlegt er talið að slíkar upplýsingar þurfi að varðveita, svo sem styrktaraðila, eða af nauðsyn vegna lögmætra hagsmuna flokksins af því að geta tryggt áreiðanlega og öfluga þjónustu auk miðlunar upplýsinga um störf og stefnu flokksins.

 

8. Upplýsingaöryggi

Viðreisn leggur áherslu á öryggi og trúnað í meðferð persónuupplýsinga og að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að upplýsingum í vörslu flokksins. Flokkurinn leitast því við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist, eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlum þeirra. Viðreisn hefur til að tryggja framangreint, aðgangsstýringu að upplýsingakerfum flokksins.

 

9. Varðveisla gagna

Viðreisn varðveitir persónuupplýsingar í þann tíma sem nauðsynlegur er og í samræmi við tilgang og markmið vinnslu hverju sinni. Óski flokksfélagi eftir að vera skráður úr flokknum er gögnum um hann eytt.

 

10. Rétturinn til að gleymast

Hver einstaklingur á rétt á að fá upplýsingar um hvort unnið sé með persónuupplýsingar um viðkomandi. Einstaklingurinn á rétt á að fá aðgang að þeim upplýsingum sem varðveittar eru hjá flokknum.  Hinn skráði á rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar um sig leiðréttar svo og rétt til að ábyrgðaraðilinn (Viðreisn) eyði persónuupplýsingum um hann án ótilhlýðilegrar tafar (réttur til að gleymast) og rétt til að ábyrgðaraðili takmarki vinnslu samkvæmt 20. gr. laga nr. 90/2018  um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Öllum fyrirspurnum skal beint til framkvæmdastjóra flokksins á netfangið personuvernd@vidreisn.is

 

Hafi einstaklingur athugasemdir við meðferð flokksins á  persónuupplýsingum má beina kvörtun og athugasemdum til persónuverndar. Komi upp þær aðstæður að Viðreisn getur ekki orðið við beiðni um upplýsingar, verður ástæða þess skýrð út með vísan í hvaða málefnalegu ástæður liggja að baki.

 

11. Breytingar á persónuverndarstefnu Viðreisnar

Viðreisn kann að gera breytingar á persónuverndarstefnu flokksins. Hver útgáfa persónuverndarstefnunnar er dagsett og skal dagsetning vera undir lokaorðum persónuverndar-stefnunnar hverju sinni. Breyting persónuverndarstefnunnar tekur gildi þegar stjórn hefur staðfest hana með formlegum hætti. Breytingar skulu taka mið af m.a. málefnalegum sjónarmiðum, breytingum á lögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og varða persónuvernd, fyrirmælum frá Persónuvernd og ef breyting verður á meðferð eða varðveisluaðferðum Viðreisnar.  Persónuverndarstefna Viðreisnar skal birt á vefsíðu flokksins.

 

Þannig samþykkt af stjórn Viðreisnar þann 22. febrúar 2019.

 

Þau stjórnmálasamtök, sem fengu fulltrúa kjörna á Alþingi 2017, hafa sett sér sameiginlegar verklagsreglur um vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum í tengslum við kosningar,  hvort sem er til Alþingis eða sveitarstjórna.