Hjarta Viðreisnar

Grunnur Viðreisnar eru samþykktir flokksins. Allt starf Viðreisnar byggist á þeim.

 

Viðreisn hefur sett sér reglur um það hvernig val á framboðslistum flokksins fer fram.

 

Það skiptir Viðreisn máli hvernig við tölum við hvert annað og hvernig við högum okkur. Hvort sem við eigum í samskiptum við pólitíska andstæðinga eða samherja. Því hefur Viðreisn sett sér reglur um orðfæri Viðreisnar, sem á að vera uppbyggilegt og jákvætt. Við skulum fjalla mest um framtíðina, lausnir og hvatningu. Við ætlum að vera góðar fyrirmyndir og við ætlum að byggja upp traust og trúverðugleika.

 

Viðreisn hefur líka sett sér viðmið um leiðir, gildi og leikreglur í flokksstarfi. Okkar gildi byggja á frelsi til orðs og athafna sem heftir ekki frelsi annarra og virðir settar reglur. Jafnrétti til virkar þátttöku og skoðana. Jöfn staða kynja er sjálfstætt leiðarstef í öllu starfi. Samkennd og skilningur á stöðu og kjörum annarra og nauðsyn þess að jafna tækifæri. Þolgæði til þess að vinna að settum markmiðum og gefast ekki upp þó á móti blási.

 

Viðreisn hefur sett sér siðareglur sem taka til kjörinna fulltrúa flokksins og annarra þeirra er gegna trúnaðarstörfum á vegum hans. Reglurnar taka jafnframt til allrar háttsemi á fundum og öðrum viðburðum sem haldnir eru á vegum flokksins eða aðildarfélaga hans.

 

Sé siðareglum ekki fylgt bendum við á aðgerðaráætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi því við eigum öll rétt á öruggu umhverfi og að okkur sé sýnd virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi í störfum sínum í tengslum við flokkinn.

 

Viðreisn hefur gert samning við Siðferðisgáttina sem er vettvangur fyrir starfsfólk og félaga í flokknum til þess að koma kvörtunum um einelti, áreitni, ofbeldi eða vanlíðan í starfi áfram til óháðra aðila utan flokksins, til þess að koma málum áfram í réttan farveg. Siðferðisgáttin tekur við tilkynningum í trúnaði og styður tilkynnanda sem og flokkinn um möguleg skref.

 

Viðreisn leggur áherslu á virðingu fyrir persónuupplýsingum flokksmanna, stuðningsmanna og annarra einstaklinga sem eiga í samskiptum við flokkinn. Þú getur kynnt þér persónuverndarstefnu Viðreisnar hér.

 

Viðreisn fjármagnar starfsemi sína með opinberum framlögum og frjálsum framlögum einstaklinga og lögaðila. Allir ársreikningar Viðreisnar eru birtir hér.

 

Tekin hefur verið saman saga Viðreisnar og saga Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.