07 nóv Nær skemmtanalífið sér af Covid?
Hvernig standa veitingastaðir og skemmtanalífið á tímum samkomutakmarkana? Hvað hefur verið gert og þarf að gera eitthvað meira til að þessi menningargeiri verði lifandi að Covid-tíma loknum?
Bragi Skaftason veitingamaður fer yfir stöðu veitingastaða í Reykjavík. Margrét Erla Maack, fjöllistadís og skemmtikerling, ræðir stöðu skemmtanageirans og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, fer yfir aðgerðir Reykjavíkur. Fundarstjóri verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Fundinum verður streymt á þessum viðburði og á Facebook-síðu Viðreisnar. Spurningum frá ykkur sem birtast í kommentum verður svarað á fundinum. Skjáumst!