15 feb Uppreisnarþing 2020
Laugardaginn 15. febrúar verður Uppreisnarþingið haldið. Mikilvægt er að raddir ungs fólks njóti áfram hljómgrunns innan Viðreisnar. Þingið verður frá klukkan 13 til 18 og að því loknu eru þingfulltrúar velkomnir að gera sér glaðan dag, pizzur og drykkir verða í boði.
Á þinginu verða málefni félagsins rædd, ályktanir lagðar fyrir þingið og atkvæði greidd um þær. Forvinna að ályktunum fer fram á málefnafundum félagsins. Þær ályktanir sem þingið samþykkir kemur Uppreisn til með að leggja fyrir Landsþing Viðreisnar sem verður haldið helgina 13. til 15. mars
Skráning á þingið er hér: https://forms.gle/1mrcVLVjLXSxxCmu9
Athugið að þingið er opið öllum skráðum félögum í Viðreisn undir 35 ára aldri. Hægt er að skrá sig í flokkinn hér og haka þar í viðeigandi reit: https://samskipti.zenter.is/page/DMWcjwfW0v#skraning
Stefna Uppreisnar: http://uppreisn.eu/um-okkur-2/politik/