Raunir bankakerfisins – Raunir krónunnar

Í kjöl­far los­unar hafta er fram­tíð banka­kerfs­ins ein af stóru áskor­un­unum sem stjórn­málin standa frammi fyrir nú um stund­ir, enda stór liður í end­ur­reisn efna­hags­lífs­isns. Það þarf ekki að fjöl­yrða um van­traust almenn­ings í garð fjár­mála­stofn­anna, það er ekki ein­göngu vanda­mál hér á landi heldur um heim all­an. Til að end­ur­heimta þetta traust er nauð­syn­legt að um banka­starf­semi gildi skýrar reglur sem fylgt er eftir með traustu eft­ir­liti. Nýverið sam­þykkti Alþingi að taka upp reglur um evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit í EES samn­ing­inn. Með því er komin grunnur að reglum sem upp­fylla þessi skil­yrði. En er það nóg? 

Nú eru uppi hug­myndir um sam­fé­lags­banka sem mörgum hugn­ast vel. Sam­fé­lags­banki á að vera fjár­mála­stofnun sem rekin væri án arð­sem­is­sjón­ar­miða og sinnti ein­göngu hefð­bund­inni banka­starf­semi. Tæki á móti inn­lánum og lán­aði svo á hóf­legum kjörum til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Gall­inn við þessa hug­mynd er hins vegar að slík starf­semi væri harla mögu­leg nema með baká­byrgð rík­is­ins sem kynni fyrir sitt leyti stang­ast á við rík­is­að­stoð­ar­regl­ur. Síðan fylgir inn­gripi hins opin­bera í mark­aði ávallt nokkur áhætta á póli­tískum afskiptum sem þeir sem eldri eru þekkja vel. Ég held að engan langi að ganga þann veg aft­ur. 

Aðrir hafa lagt til að almenn­ingi verði afhent hluta­bréf í bönkum í rík­i­s­eigu, að minnsta kosti öðrum þeirra. Mér finnst eins og það hafi verið reynt áður, með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Við­reisn telur að lyk­il­at­riði við fram­tíð­ar­skipan banka­kerf­ins hljóti að vera að tryggja sam­keppni á mark­aði þannig að neyt­endur njóti ávallt bestu mögu­legu þjón­ustu og lána­kjara. Í annan stað þarf að tryggja að áhætta hins opin­bera af fjár­mála­starf­semi sé lág­mörk­uð. Í því skyni kemur vel til greina að aðskilja við­skipta­banka­starf­semi frá fjár­fest­inga­banka­starf­semi til við­bótar við virkt eft­ir­lit. En sam­keppni verður ekki tryggð með því einu. Líkt og á svo mörgum öðrum sviðum hér á landi ríkir fákeppni á banka­mark­aði. Lausnin við fákeppni er að búa til umhverfi þar sem erlendum bönkum myndi þykja eft­ir­sókn­ar­vert að hefja hér starf­semi. Að kjör hér á landi verði sam­bæri­leg þeim sem þekkj­ast í nágranna­lönd­un­um. 

Til þess að svo megi vera þarf hins vegar að ráð­ast að vanda hins óstöðuga gjald­mið­ils. Við­reisn hefur lagt til svo­nefnda mynt­ráðs­leið. Með mynt­ráði yrði geng­is­sveiflum eytt og því lagður grunnur að nauð­syn­legum stöð­ug­leika. Þetta er ekki töfra­lausn, heldur krefst hún aga í rík­is­fjár­málum og víð­tækrar sáttar stjórn­mál­anna og atvinnu­lífs­ins. Með slíkum stöð­ug­leika væru hins vegar komin skil­yrði til auk­innar sam­keppni á banka­mark­aði sem leiða myndi til lægri vaxta og betri láns­kjara. 

Í gjald­mið­ils­málum stöndum við nú frammi fyrir eftir far­andi spurn­ing­um: Viljum við áfram óstöð­ug­leika íslenskrar krónu með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir fólk og fyr­ir­tæki? Viljum við eyða næstu 10 árum í að þrátta um Evr­ópu­sam­bandið og evr­una, kosti og galla? Eða viljum við reyna leið sem hægt er að ráð­ast í strax og skjóta þannig stoðum undir virka sam­keppni á mark­aði? Við hjá Við­reisn þorum að svara síð­ustu spurn­ing­unni ját­andi. Hvað með þig? 

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík suð­ur.