Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er...

Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir...

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann...

Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990 byggðist á stefnubreytingu í gengismálum. Í því ljósi kom ekki á óvart í haust að verkalýðshreyfingin skyldi fara þess á leit við Samtök atvinnulífsins að erlendir sérfræðingar yrðu fengnir til að gera óháða könnun á kostum þess og göllum að taka upp...

Við vitum öll að eitt stærsta úrlausnarefni samtímans er að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við vitum líka að ríkisfjármálin þurfa að styðja við Seðlabankann í því verkefni. Þetta er vandasamt og flokkarnir á alþingi hafa ekki allir sömu skoðun á því hvernig best er...

Lang­flest heim­ili lands­ins líða fyr­ir hið sér­ís­lenska vaxta­ok­ur. Og sí­fellt fleiri átta sig á lausn­inni; að taka upp not­hæf­an gjald­miðil. En það er fleira sem íþyng­ir ís­lensk­um heim­il­um. Rík­is­stjórn­in eyðir ein­fald­lega um efni fram. Á hverju ári frá 2019 hef­ur rík­is­stjórn­in eytt meiri pen­ing­um en...

Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta...