Að eiga kökuna og éta

Bretar hafa átt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu – ESB, í 45 ár, eða síðan 1973. Þeir hafa tekið þátt í mótun þess og þróun allar götur síð­an. 

Nú hafa Bretar hins vegar ákveðið að ganga úr ESB. Það gerðu þeir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þann 26. júní 2016. Ther­es­a May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, virkj­aði 50. gr. í Lissa­bon-sátt­mál­anum þann 29. mars árið 2017. Þar með hófst með form­legum hætti hið lög­bundna útgöngu­ferli sam­kvæmt reglum ESB. Eins og gefur að skilja er að mörgu að hyggja þegar aðild­ar­ríki ákveður að ganga úr ESB eftir 45 ár og notið kosta aðild­ar­innar og borið sam­eig­in­legar skyld­ur. Það er margt sem þarf að rekja í sundur og ekki ein­falt mál.

Þessu ferli öllu skal lokið eigi síðar en 29. mars á kom­andi ári eða eftir hálft ár. Bretar sjálfir hafa lög­bundið þennan útgöngu­dag. Frum­varp þess efnis var lagt fram í breska þing­inu 13. júlí 2017 og varð að lögum 26. júní 2018 eftir nokkra þrauta­göngu í þing­legri með­ferð (The E­uropean Union (Wit­hdrawal) Act­ 2018).

Erf­iður skiln­aður

Í sinni ein­föld­ustu mynd ganga samn­ing­arnir út á að losa Bret­land undan skyldum sínum sem aðild­ar­ríkis að ESB um leið og Bret­land og breskir borg­arar njóta ekki þeirra rétt­inda sem aðild fylgja. Að sama skapi losna ESB og aðild­ar­ríkin undan skuld­bind­ingum sínum gagn­vart Bret­landi og borg­arar aðild­ar­ríkja ESB njóta ekki lengur rétt­inda í Bret­landi sem aðild þess fylgdu.

Raun­veru­leik­inn er samt ekki svona ein­fald­ur. Í útgöngu­ferl­inu felst líka að Bretar og ESB reyna að ná sam­komu­lagi um hvernig tengslum og sam­skiptum skuli háttað eftir að Bret­land er gengið úr ESB. Það er hagur beggja að ná slíku sam­komu­lagi. Því miður er óhætt að full­yrða að líkur á að sam­komu­lag náist í tæka tíð fara mjög dvín­andi ef marka má fréttir og yfir­lýs­ingar samn­ings­að­ila. 

Deilur um umgengi

Greini­legt er að mikil óein­ing ríkir um fram­haldið innan raða þeirra sem standa að rík­is­stjórn­inni sem Ther­es­a Ma­y ­stýr­ir, og sömu­leiðis milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, en síð­ast en ekki síst meðal bresku þjóð­ar­inn­ar. Gildir það jafnt um hvort rétt sé yfir­höfuð að ganga úr ESB og hvaða leiðir skuli fara. Af öllu þessu má ráða að þegar efnt var til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar hafi ekki verið hugsað til enda hvernig ætti að vinna með nið­ur­stöð­una og hvað úrsögn úr ESB felur í raun­inni í sér. Eða kannski öllu heldur hvað aðild að ESB felur í sér. Enda sýn­ast hug­myndir Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins um hvernig tengslum skuli háttað eftir að Bretar hætta í Evr­ópu­sam­band­inu ger­ó­lík­ar. 

Bretar virð­ast vilja njóta sam­vinnu Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem þeim þókn­ast en hafna því að takast á við þær skyldur sem sam­vinna innan Evr­ópu­sam­bands­ins felur í sér. Hér virð­ist sem breska rík­is­stjórnin vilji bæði eiga kök­una og éta. Eins og við vitum flest er það ómögu­legt. Hvernig mála­lyktir verða í þessu máli er ómögu­legt að spá um.

Kemur þetta okkur við?

Ísland á ekki aðild að ESB. Mis­vitrir stjórn­mála­menn stóðu fyrir því að stöðva aðild­ar­við­ræður Íslands og ESB áður en þeim var lok­ið. Það er vissu­lega sorg­ar­saga sem ekki verður rakin hér. 

Lík­lega kemur til þess í fram­tíð­inni að Ísland tekur upp þráð­inn við samn­inga­borðið að nýju og leiðir til lykta með samn­ingi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Sá sem þetta ritar er ­stað­fast­lega þeirrar skoð­unar að Ísland verði aðili að ESB í fyll­ingu tím­ans. Í grunn­stefn­u Við­reisnar segir meðal ann­ars: „Vest­ræn sam­vinna hefur aukið hag­sæld þjóð­ar­innar og er for­senda sterkrar sam­keppn­is­hæfni Íslands. Evr­ópu­sam­bandið er réttur vett­vangur fyrir frjáls­lynt Ísland.“ Stefna Við­reisnar er a.m.k ­skýr í þessum efn­um.

Fjórð­ungur aldar

Þeir sem fædd­ust árið 1994 hafa fagnað því láni að Ísland hefur átt aðild að EES-­samn­ingnum alla þeirra ævi. Í samn­ingnum felst náið sam­band Íslands við ESB og aðild­ar­ríkin 28, sem verða 27 þegar Bret­land hefur yfir­gefið ESB. EES samn­ing­ur­inn er stærsti og viða­mesti milli­ríkja­samn­ingur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Hann hefur haft mikil og jákvæð áhrif á fjöl­mörgum sviðum sam­fé­lags­ins, skapað rétt­indi og skyld­ur. Oft gleym­ist í umræð­unni hve mikið af því sem við tökum sem gef­inn hlut í sam­fé­lag­inu hefði ekki orðið nema fyrir til­stilli þess að við gerð­umst aðilar að samn­ingnum um EES.

Popúl­ísk ­stef

Und­an­farið hafa nokkrir stjórn­mála­menn róið á þau mið að gera EES-­sam­starfið tor­tryggi­legt. Raddir heyr­ast um að Brus­sel-­valdið sé orðið frekt til fjörs­ins og seilist eftir því að ná tökum á auð­lindum okk­ar, vilji stela fjöreggi okkar eða brjóta. Full­veldi og sjálfs­stjórn lít­illar þjóðar sé ógnað af ágjörnu erlendu valdi.

Þetta eru því mið­ur­ ­kunn­ug­leg ­stef popúlista víða um lönd þar sem þjóð­ern­is­hyggja sækir í sig veðr­ið. 

Þær raddir heyr­ast einnig að nú beri nauð­syn til að Ísland end­ur­skoði aðild sína að EES-­samn­ingn­um, jafn­vel með það fyrir augum að segja honum upp og taka upp tví­hliða samn­ing við ESB og síðar Breta því þá getum við sniðið allt að okkar þörfum og ekki lengur að beygja okkur und­ir­ Brus­sel ­vald­ið.

Víti til varn­aðar

Hér ætti aðdrag­and­inn að Brex­it og útgöngu­ferlið að vera víti til varn­að­ar. Ferð án fyr­ir­heits endar oft­ast illa. Þeir sem gæla við upp­sögn EES-­samn­ings­ins mættu hafa í huga þær ógöngur sem breska rík­is­stjórnin hefur ratað í þegar hún er að átta sig á því að eng­inn veit hvað átt hefur þegar misst hef­ur. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan í Bret­landi var sett af stað til þess að róa öldur í inn­an­flokksá­tökum í breska íhalds­flokkn­um. Þar var lagt af stað í veg­ferð sem ekki var hugsuð til enda (látum vera bar­áttu­að­ferðir þeirra sem vildu ganga út) og nú er verið að reyna að draga úr tjón­inu með ósk­hyggju um nið­ur­stöðu sem ekki fæst.

Út í hött

Brex­it-­ferlið hefur líka valdið þórð­ar­gleði sem leynir sér ekki í her­búðum þeirra sem ekki geta hugsað sér aðild Íslands að ESB. Nú þykj­ast menn geta tekið höndum tveim nýtt vopn í bar­átt­unni. Utan­rík­is­ráð­herra hefur fallið í þessa gryfju.

Hann sagði í við­tali við RÚV fyrir nokkrum dögum þegar breski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann var hér í heim­sókn:

„Stóra málið kannski fyrir okkur Íslend­inga þegar við horfum á þetta. Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evr­ópu­sam­band­inu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekk­ert mál að fara út ef okkur líkar ekki við ver­una, það eru rök­semdir sem eng­inn getur notað aft­ur.“ 

Full­yrð­ing ráð­herr­ans er með miklum ein­dæm­um. Túlkun og grein­ing hans er alger­lega út í hött. Auð­vitað er hægt að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það munu Bretar gera nema breska þjóðin kjósi að grípa í taumana.

Aðild að ESB er líkt og aðildin að EES er stór­mál vegna þess hve mikið er undir hjá þeim sem taka þátt, skuld­bind­ingar og rétt­indi. Að taka ákvörðun um að hverfa úr slíku sam­starfi er þess vegna líka stór­mál og hefur víð­tæk áhrif. Það blasir við. Hitt ber hins vegar vott um grunn­hyggni og/eða ósk­hyggju að slíkur skiln­aður hafi ekki víð­tæk áhrif sem oftar en ekki fela í sér missi rétt­inda og óhag­ræði.

Orsök og afleið­ingar

Vandi bresku rík­is­stjórn­ar­innar felst þess vegna ekki í því að Bretar kom­ist ekki út eða að það sé mikið mál, vand­inn felst í því að hún getur horfst í augu við hvaða áhrif útganga mun hafa á breskt sam­fé­lag og það er þar sem hund­ur­inn liggur graf­inn. Reynsla Breta breytir því engu um það að stað­reyndin er sú að kjósi aðild­ar­ríki að ganga úr ESB er sú leið fær, en útgangan hefur vissu­lega afleið­ing­ar.

Grein birtist fyrst á Kjarnanum 30. september 2018.