Óvinir íslensks landbúnaðar

Starri Reynisson

Við sem erum hlynnt inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið, fylgj­andi niður­fell­ingu tolla og auk­inni sam­keppni á mat­vörumarkaði höf­um lengi þurft að sitja und­ir því að óprúttn­ir aðilar reyna að mála okk­ur upp sem óvini bænda­stétt­ar­inn­ar og land­búnaðar á Íslandi. Mér þykir sú retór­ík and­stæðinga Evr­ópu­sam­bands­ins orðin ákaf­lega þreytt, ekki síst þar sem fátt er jafn fjarri sanni.

Evr­ópu­sam­bandið býr að yf­ir­grips­miklu styrkja­kerfi, ekki síst á sviði land­búnaðar, en stór hluti af fjár­magni sam­bands­ins fer í land­búnaðartengda styrki. Evr­ópu­sam­bandið styrk­ir svo­kallaðan heim­skautaland­búnað sér­stak­lega, en það er all­ur land­búnaður á svæðum norðan við 62° breidd­ar­gráðu, en þess má ein­mitt geta að Vest­manna­eyj­ar eru á 63° breidd­ar­gráðu og því allt Ísland á heim­skautaland­búnaðarsvæði.

Þeir stjórn­mála­menn sem eru á móti inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið vilja neita ís­lensk­um bænd­um um aðgang að þessu styrkja­kerfi.

Niður­fell­ing tolla og auk­in sam­keppni á mat­vörumarkaði með aukn­um inn­flutn­ingi land­búnaðar­af­urða er neyt­end­um til hags­bóta, um það verður ekki deilt. Ég skil hins veg­ar vel að sum­um kunni að finn­ast það hljóma fjand­sam­legt gagn­vart ís­lensk­um bænd­um, enda ýms­ir reynt að mála það þannig upp vegna þess að þeir, ein­hverra hluta vegna, sjá hag sinn í því að ala á ótta við bæði frjálsa sam­keppni og Evr­ópu­sam­starf. Raun­in er allt önn­ur.

Gæðavör­ur þola sam­keppni og ís­lensk­ar land­búnaðar­af­urðir eru þar í efsta flokki. Þrátt fyr­ir það er ým­is­legt sem hægt er að bæta, en frjáls sam­keppni hvet­ur fram­leiðend­ur ein­mitt til þess að leggja auk­inn metnað í sína fram­leiðslu og auka gæði sinn­ar vöru. Hún hvet­ur til ný­sköp­un­ar og frum­kvöðla­starf­semi, öll­um til hags­bóta. Við sem vilj­um frjáls­an inn­flutn­ing á land­búnaðar­af­urðum höf­um trú á ís­lensk­um land­búnaði, treyst­um ís­lensk­um bænd­um til þess að standa af sér sam­keppni og gott bet­ur en það.

Stjórn­mála­menn sem eru á móti frjáls­um inn­flutn­ingi á land­búnaðar­af­urðum og auk­inni sam­keppni á mat­vörumarkaði af­hjúpa ein­fald­lega með því eig­in efa­semd­ir um gæði ís­lenskra land­búnaðar­af­urða. Þeir eru hrædd­ir við er­lenda sam­keppni vegna þess að þeir hafa ekki trú á ís­lensk­um land­búnaði. Þeir eru því ekki ein­göngu óvin­ir ís­lenskra neyt­enda, þeir eru óvin­ir ís­lenskra bænda og þeir eru óvin­ir ís­lensks land­búnaðar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2020