Börnum og unglingum líður því miður ekki öllum vel. Kvíði og þunglyndi er vaxandi vandi samkvæmt rannsóknum. Ofbeldi, ótti og fíkniefnaneysla færast í aukana sem við sjáum á skelfilegum atburðum sem hafa snert við okkur öllum. Hnífaburður unglinga er orðinn landlægt vandamál sem við verðum að taka á.
Biðlistar eftir greiningum og annarri þjónustu eru langir og bið eftir viðeigandi aðstoð sömuleiðis. Þetta eru mál sem við sem samfélag þurfum að leysa.
Við þurfum að styðja við alla sem koma að uppeldi og umönnun barna og unglinga. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Allt þetta fólk verður að fá að móta aðgerðir í samstarfi við næstu ríkisstjórn. Þetta má ekki bíða þar sem aðgerðaleysi bitnar á okkur öllum.
Við viljum efla skólana okkar, forvarnir og fræðslu, bjóða ókeypis sálfræðiþjónustu og tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri. Fyrirbyggjandi aðgerðir veita börnum gott veganesti inn í framtíðina og minnka líkurnar á að þau leiðist út í fíkniefni, afbrot og glæpi. Viðreisn vill að opnuð verði fleiri úrræði og tryggt að börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda detti ekki á milli kerfa.
Börn eiga ekki að vera á biðlistum.
Viðreisn ætlar að
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.