Nú er tími fyrir alvöru hagstjórn. Við þurfum að ná niður verðbólgu, bæta líðan barna og ungmenna og standa vörð um frelsi.
Við finnum öll fyrir verðbólgunni. Ekki síst heimilin. Háir vextir hafa hægt á byggingu nýrra íbúða sem eykur enn vandann. Viðreisn ætlar að mynda ríkisstjórn sem skilur þetta og ná verðbólgunni niður.
Viðreisn vill að opnuð verði fleiri úrræði og tryggt að börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda detti ekki á milli kerfa. Það þarf að tryggja ókeypis sálfræðiþjónustu fyrir börn.
Viðreisn talar fyrir frelsi. Við viljum frjálst þjóðfélag þar sem jafnvægi ríkir á milli frelsis einstaklinga, jafnréttis og samkenndar. Við treystum einstaklingum og stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.