GEFÐU FRAMTÍÐINNI TÆKIFÆRI

 

Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis.  

Réttlátur sjávarútvegur

Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar. Við viljum að sanngjarnt verð sé greitt fyrir aðgang að auðlindunum okkar og að samningar um auðlindanýtingu séu tímabundnir.

 

Í stað veiðileyfagjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári og seldur sem nýtingarsamningar til 20-30 ára. Þannig eyðum við pólitískri óvissu og staðfestum eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni.

 

Lestu stefnu okkar í sjávarútvegsmálum hér

Þjónustuvæðum heilbrigðiskerfið

Viðreisn leggur áherslu á valfrelsi og þjónustumiðaða nálgun. Þar þjónar öflugt opinbert heilbrigðiskerfi með fjölbreyttu rekstrarformi mikilvægum tilgangi.

 

Nauðsynlegt er að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Það er fátt dýrara fyrir samfélagið en að láta fólk bíða eftir þjónustu.  Samþætting og einstaklingsmiðuð nálgun á milli kerfa er lykilatriði.

 

Lestu stefnu okkar í heilbrigðismálum hér

Efnahagslegur stöðugleiki

Efnahagslegur stöðugleiki er forgangsmál. Með stöðugleika skapast tækifæri fyrir langtíma uppbyggingu hagsældar og fjölbreytts atvinnulífs sem býður sem flestum tækifæri þar sem hæfileikar þeirra nýtast.

 

Viðreisn leggur til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Slíkur tvíhliða samningur við Evrópusambandið yrði grunnur að fyrirkomulagi sem yrði hliðstætt gjaldeyrisfyrirkomulagi Dana, sameiginlega varið af Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu.

Lestu stefnu okkar í gjaldmiðlamálum hér

Grænir hvatar gegn loftslagsvá

Stærstu áskoranir samtímans eru á sviði umhverfismála. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og því neyðarástandi sem vofir yfir heimsbyggðinni.

 

Við verðum að taka stór skref strax og koma á hvötum þannig að þeir borgi sem menga. Sjálfbær og ábyrg umgengni við náttúruauðlindir, þar sem náttúruvernd helst í hendur við nýtingu, er lykillinn að grænni framtíð. Öll mál eru umhverfismál.

Lestu stefnu okkar í umhverfis- og loftslagsmálum hér

Þú getur líka lesið aðrar áherslur Viðreisnar

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?