Ath. breytingar geta orðið á auglýstri dagskrá.
Landsþing Viðreisnar 2025 er haldið á Grand Hótel, Reykjavík 20-21. september. Félagsmenn hafa fengið boð á þing með tölvupósti. Ef þú vilt taka þátt á þinginu og bjóða þig fram til embætta, þá þarftu að vera félagsmaður, að minnsta kosti viku fyrir þing, laugardaginn 13. september kl. 9.00. Ef þú ert ekki búin/n að skrá þig í Viðreisn nú þegar, þá getur þú skráð þig hér. Til að vera fullgildur þinggestur, með tillögu og atkvæðisrétt þarf að skrá sig á landsþings og greiða landsþingsgjöld.
Á dagskrá landsþings eru hefðbundin landsþingsstörf, afgreiðsla ályktana og samþykkta og kosning formanns, varaformanns, ritara, stjórnar og málefnanefndar. Formaður, varaformaður og forseti Uppreisnar munu halda ræður, auk sérstaks gests okkar sem verður Guy Verhofstadt, fyrrum forsætisráðherra Belgíu, evrópuþingmaður og núverandi forseti European Movement International. Þá verða hringborðsumræður með góðum gestum um sveitarstjórnarmál, evrópumál og atvinnumál.
Fundurinn verður táknmálstúlkaður.
Miðaðverð á landsþing Viðreisnar er 12.000 kr. Ungliðar og öryrkjar geta notað afsláttakóðan “UPPREISN” og kostar miðinn þá 9.000 kr.
Skráðir og samþykktir sjálfboðaliðar munu greiða 7.000 kr. gegn afsláttarkóða sem þeir fá sendan.
Kaupa þarf sérstaklega miða á landsþingsgleðina og er hún opin öllum. Miðinn, með mat, fordrykk og skemmtun kostar 7.000 kr.
Gestir utan af landi geta óskað eftir ferðastyrk, gegn framvísun kvittana, að hámarki 7.000 kr. sé ferð frá lögheimili 110-400 km eða 15.000 sé ferð frá lögheimili 400 km eða meira. Innifalið í þinggjöldum er súpa í hádeginu og kaffi yfir daginn.
Þinggögn hafa verið send á skráða þinggestir og hlekkur á þinggögn er að finna á aðgangsmiðanum fyrir nýja gesti.
Það er líka hægt að finna öll þinggögn hér, í google drive möppu. Hér er svo hlekkur á form til að fylla út, til að leggja fram breytingartillögur á málefnaályktunum.
Kosið verður um formann Viðreisnar, varaformann, ritara, meðstjórnendur og fulltrúa málefnaráðs. Einnig verður kosið um nýtt embætti alþjóðafulltrúa, ef landsþing samþykkir breytingu á samþykktum og heimilar kosningu.
Allir fullgildir félagar mega bjóða sig fram til embætta á landsþingi. Framboðsfrestur er þar til klukkustund áður en kosið er til embætta sunnudaginn 21. september. Tilkynna skal um framboð með því að senda tölvupóst á netfangið kjorstjorn@vidreisn.is.
Skýrt skal koma fram hver er að bjóða sig fram og til hvaða embættis.
Ef þú vilt bjóða þig fram til embættis og kynna þig sérstaklega fyrir félögum, þá getur þú látið mynd og stuttan kynningatexta fylgja tilkynningu til kjörstjórnar.
Hérna er hægt að kynna sér hvaða framboð hafa borist.
Allir skráðir þinggestir fá tölvupóst með þinggögnum. Hlekkur á þinggögn er að finna á skráningarmiðanum ykkar.
Það er líka hægt að finna öll þinggögn hér, í google drive möppu. Þar er að finna:
Hér er svo hlekkur á form til að fylla út, til að leggja fram breytingartillögur á málefnaályktunum. Einungis þau geta lagt fram breytingatillögur sem hafa skráð sig til þings með fullnægjandi hætti.
Athugið, tillögur til breytinga verða fyrst ræddar í málefnahópum laugardaginn 20. september. Einungis eru breytingartillögur sem berast skriflega eru teknar til umræðu. Breytingartillögur sem berast fyrir miðnætti, aðfararnótt föstudagsins 19. september munu hafa forgang í umræðu á laugardegi. Fundarstjóri hóps getur hafnað því að taka aðrar breytingartillögur fyrir ef hann telur ekki gefast tími til að ræða þær. Þær breytingar sem teknar eru til umræðu og afgreiðslu í málefnahópum á laugardegi má taka aftur upp á sal sunnudaginn 21. september í umræðum um ályktanir, berist um það skrifleg beiðni.
Það er gaman að koma á landsþing, hitta fólk og ræða pólitík.
Á laugardeginum eftir að þing hefur verið sett, þingstjóri og ritari kjörnir og fundarsköp hafa verið samþykkt hefst málefnavinna í 8 hópum (í tveimur lotum, svo að fundir 4 hópa verða samtímis). Hóparnir munu fjalla um drög að ályktunum Viðreisnar í atvinnumálum, efnahagsmálum, heilbrigðis- og velferðarmálum, innanríkismálum, jafnréttismálum, mennta-, menningar-, félags- og tómstundamálum, umhverfis- og auðlindamálum og utanríkismálum.
Þinggestir geta valið sér hópa til að taka þátt í, þar sem rætt verður um breytingartillögur sem fram hafa komið um málefnið og kosið um hvort eigi að bæta þeim við drögin. Þessar ályktanir verða svo bornar fyrir landsþingið allt á laugardeginum. Þá má einungis bera fram breytingartillögur, ef þær hafa verið ræddar í málefnahóp á föstudeginum.
Sunnudagurinn hefst með skýrslu framkvæmdastjóra. Þá hefst umræða um samþykktir Viðreisnar, sem eru þær reglur sem flokkurinn hefur samþykkt að skipuleggja sig samkvæmt og starfa eftir. Breytingartillögurnar verður hægt að finna í landsþingsgögnum, þegar búið er að birta þau.
Þinggestir munu kjósa í embætti á sunnudeginum. Kosningin verður skrifleg og stjórn skipar kjörstjórn til að sjá um að hún fari vel fram.
Það verða líka ræður og skemmtilegar umræður til að hlusta á.
Það er alltaf gott að hafa aukahendur á landsþingi. Við þurfum fólk til að sinna skráningu í móttöku, hjálpa til við undirbúning á föstudeginum og frágang og tiltekt á sunnudagskvöld. Við þurfum líka fólk til að stýra umræðum í málefnanefndum á laugardag og ritara í hverja nefnd til að skrá niður hvaða breytingar eru samþykktar og felldar.
Sjálfboðaliðar munu fá afslátt af þinggjöldum, svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Þú getur skráð þig sem sjálfboðaliða hér.
Málefnahópar, sem auglýstir hafa verið fyrir alla félagsmenn, hafa verið að störfum við að undirbúa drög að ályktunum Viðreisnar.
Drögin munu fara fyrir málefnaráð, sem leggur þau fyrir landsþing. Drögin verða birt a.m.k. viku fyrir landsþing.
Hægt verður að leggja til breytingar á ályktunum vikuna fyrir þing, í síðasta lagi föstudaginn 19. september. Form fyrir breytingartillögur verður birt þegar drög að ályktunum verða birt. Allar breytingartillögur sem berast verða ræddar í vinnuhópum á laugardeginum. Hægt verður að leggja breytingartillögur, sem ekki eru samþykktar í vinnuhópum, aftur fyrir sal á sunnudeginum.
Það er ekki landsþing án þess að skemmta sér! Viðreisnarfélög eru að undirbúa partý á föstudagskvöldinu fyrir landsþing og svo verður landsþingsgleði á laugardagskvöldinu á Grand Hótel. Það þarf að kaupa miða sérstaklega á gleðina fyrir þig og gesti
Gestum á landsþingið gefst tækifæri á að bóka herbergi á Grand Hótel á sérstökum landþingsafslætti.
Ef pantað er snemma, með því að senda tölvupóst á res.grand@hotelreykjavik.is, með Landsþing Viðreisnar í subject, eru eftirfarandi verð í boði:
Einstaklingsherbergi: 39.500 kr
Tveggja manna herbergi: 43.400 kr
Ef þau herbergi eru öll uppbókuð er hægt að fá 10% afslátt af öllum pöntunum sem bókuð er á vefsíðu Íslandshótela, hvort sem það er á Grand eða öðru Íslandshóteli með því að slá inn kynningarkóðann TOA5X7C10.