Tryggjum þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd

Refsistefna í málefnum kynlífsverkafólks og þolenda vændis, sem er skaðleg þeirra hagsmunum, er úrelt. Nauðsynlegt er að stuðla að skaðaminnkandi nálgun í þeim málaflokki og efla félagsleg úrræði þeim til stuðnings. Þolendum mansals verði tryggð fullnægjandi réttarvernd og stuðningur.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér

 

Kynbundið ofbeldi er ólíðandi

Kynbundið ofbeldi skal uppræta með opinni umræðu, ásamt forvörnum og fræðslu. Lögregla, ákæruvald og dómstólar þurfa að vera í stakk búin til að sinna þessum mikilvægu og viðkvæmu málum og þjónusta þarf að vera til staðar fyrir þolendur um land allt. Brýnt er að tryggja þolendum ofbeldis nauðsynlegan stuðning og þjónustu. Mikilvægt er að styrkja réttarstöðu brotaþola og efla traust þeirra á kerfinu, veita þeim aðild í sakamálum og skerpa hlutverk réttargæslumanna. Auka þarf aðgengi þeirra sem beita ofbeldi að úrræðum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Þá þarf að veita þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd og stuðning.

Lestu jafnréttisstefnu Viðreisnar hér