Skref að lögleiðingu fíkniefna

Með breytingu á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægi

s og jafnræ

ði meðal trúfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ríkið leggi af úthlutun sóknargjalda og hætti skráningu trúar- og lífsskoðana. Skerpa þarf á þrískiptingu ríkisvaldsins með aukinni aðgreiningu valdþátta o

g þannig auka tiltrú fólks á dómstólum og löggjafanum.

 

Styðja þarf fanga til að hefja nýtt líf að lokinni afplánun, með stuðningi og sjálfseflingu á meðan á afplánun stendur og stuðningi eftir afplánun. Sérstaklega skal hlúð að ungum brotamönnum. Líta skal á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna. Afglæpavæðing sé rökrétt fyrsta skref í þá átt. Lögleiðing vímue

fna færir viðskipti með þau úr undirheimum og upp á yfirborðið þar sem öryggi neytenda er betur tryggt. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. opnun

neyslurýma.

 

Refsistefna í málefnum kynlífsverkafólks og þolenda vændis, sem er skaðleg þeirra hagsmunum, er úrelt. Nauðsynlegt er að stuðla að skaðaminnkandi nálgun í þeim málaflokki og efla félagsleg úrræði þeim til stuðnings. Þolendum mansals verði tryggð fullnægjandi réttarvernd og stuðningur.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér

 

Kynbundið ofbeldi er ólíðandi

Kynbundið ofbeldi skal uppræta með opinni umræðu, ásamt forvörnum og fræðslu. Lögregla, ákæruvald og dómstólar þurfa að vera í stakk búin til að sinna þessum mikilvægu og viðkvæmu málum og þjónusta þarf að vera til staðar fyrir þolendur um land allt. Brýnt er að tryggja þolendum ofbeldis nauðsynlegan stuðning og þjónustu. Mikilvægt er að styrkja réttarstöðu brotaþola og efla traust þeirra á kerfinu, veita þeim aðild í sakamálum og skerpa hlutverk réttargæslumanna. Auka þarf aðgengi þeirra sem beita ofbeldi að úrræðum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Þá þarf að veita þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd og stuðning.

 

Tryggja þarf að löggjöf sé nútímaleg og geti tekið á nýjum tegundum afbrota. Fjármagna þarf samstillt átak ríkis, sveitarfélaga, fræðasamfélagsins og grasrótarsamtaka til að sinna þessu verkefni. Lög og réttarvörslukerfi eru ekki nægjanlega vel í stakk búin til þess að taka á málum á borð við kynferðisofbeldi. Því þarf að skoða og leggja fram fleiri leiðir í úrvinnslu þessara mála. Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið ofbeldi. Kerfisbundið ofbeldi gegn hinum ýmsu hópum samfélagsins er staðreynd. Hafa þarf minnihlutahópa og fólk af erlendum uppruna sérstaklega í huga þegar lagðar eru fram úrbætur á kerfinu.

 

Jafnrétti á vinnumarkaði

Jafnrétti á vinnumarkaði er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi. Ríki og stofnanir skulu beita kynjaðri fjárlagagerð og hafa jafnréttislög til viðmiðunar við ráðningu í störf, hér falla dómstólar einnig undir.

Lestu jafnréttisstefnu Viðreisnar hér

 

Réttlátt samfélag

Ein af grunnstoðum farsæls þjóðfélags er virðing fyrir mannréttindum. Þau þarf að tryggja og verja innan ramma réttarríks með traustum stofnunum.

 

Mannréttindi eru órjúfanlegur hluti frjálslyndis og þau ber að efla á öllum sviðum.

 

Mannréttindi eru forsenda framfara og stöðugleika sem virkt lýðræði eitt getur tryggt.

 

Réttlátt samfélag byggist á heilbrigðu og virku réttarríki.

 

Virðing fyrir mannréttindum er forsenda þess að almennt traust ríki til yfirvalda og stofnana hins opinbera.

 

Mannréttindi snúast um mestu verðmæti mannlegs lífs. Samfélagið má aldrei sofna á verðinum gagnvart réttindum einstaklinga.

 

Viðreisn ver og virðir skoðana- og tjáningarfrelsi og rétt hvers og eins til að þróa og nýta hæfileika sína til fulls á sínum eigin forsendum.

Lestu grunnstefnu Viðreisnar hér