Við setjum baráttuna við verðbólgu og bætta andlega líðan barnanna okkar og ungmenna í forgang. Þetta eru brýnustu verkefni næstu ríkisstjórnar.
Við finnum öll fyrir verðbólgunni. Ekki síst heimilin. Háir vextir hafa hægt á byggingu nýrra íbúða sem eykur enn vandann. Viðreisn ætlar að mynda ríkisstjórn sem skilur þetta og ná verðbólgunni niður.
Viðreisn vill að opnuð verði fleiri úrræði og tryggt að börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda detti ekki á milli kerfa. Það þarf að tryggja ókeypis sálfræðiþjónustu fyrir börn.
Hér getur þú lesið hvað Viðreisn vill líka gera til að bæta íslenskt samfélag
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.