Við setjum baráttuna við verðbólgu og bætta andlega líðan barnanna okkar og ungmenna í forgang. Þetta eru brýnustu verkefni næstu ríkisstjórnar.
Við finnum öll fyrir verðbólgunni. Ekki síst heimilin. Háir vextir hafa hægt á byggingu nýrra íbúða sem eykur enn vandann. Viðreisn ætlar að mynda ríkisstjórn sem skilur þetta og ná verðbólgunni niður.
Viðreisn vill að opnuð verði fleiri úrræði og tryggt að börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda detti ekki á milli kerfa. Það þarf að tryggja ókeypis sálfræðiþjónustu fyrir börn.
Hér getur þú lesið hvað Viðreisn vill líka gera til að bæta íslenskt samfélag