Viðreisn vill bæta aðstæður, lífsgæði og þjónustu við aldrað fólk.
Aldraðir eiga að geta lifað sjálfstæðu lífi á eigin heimili sem lengst. Til að það sé hægt þarf að styrkja félags- og heimaþjónustu fyrir aldraða og tryggja að velferðarþjónusta sveitarfélaga og heilbrigðisþjónusta ríkisins starfi saman. Þannig getum við bætt þjónustuna heim.
Við þurfum líka að auka frelsi aldraðra við val á húsnæði. Það þarf að byggja fleiri þjónustuíbúðir fyrir aldraðra og við þurfum að fjölga húkrunarrýmum fyrir þau sem ekki geta búið lengur heima og þurfa á slíkri þjónustu að halda.
Viðreisn leggur áherslu á að stuðla að félagslegu samneyti og þátttöku aldraðra í samfélaginu til að draga úr einveru og auka lífsgæði þeirra.
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.