Viðreisn vill bæta aðstæður, lífsgæði og þjónustu við aldrað fólk.
Aldraðir eiga að geta lifað sjálfstæðu lífi á eigin heimili sem lengst. Til að það sé hægt þarf að styrkja félags- og heimaþjónustu fyrir aldraða og tryggja að velferðarþjónusta sveitarfélaga og heilbrigðisþjónusta ríkisins starfi saman. Þannig getum við bætt þjónustuna heim.
Við þurfum líka að auka frelsi aldraðra við val á húsnæði. Það þarf að byggja fleiri þjónustuíbúðir fyrir aldraðra og við þurfum að fjölga húkrunarrýmum fyrir þau sem ekki geta búið lengur heima og þurfa á slíkri þjónustu að halda.
Viðreisn leggur áherslu á að stuðla að félagslegu samneyti og þátttöku aldraðra í samfélaginu til að draga úr einveru og auka lífsgæði þeirra.