Viðreisn telur að vernd og nýting náttúruauðlinda geti og verði að fara saman og mun leggja áherslu á að tryggja það til framtíðar. Stefna Viðreisnar er að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt. Nýtingin á að byggjast á heildstæðu mati á þjóðhagslegum ávinningi og afleiðingum og skerði ekki kosti komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Allar auðlindir lofts, lands og sjávar, óháð eignarhaldi, verði nýttar á ábyrgan hátt og skili jákvæðum áhrifum til samfélagsins.
Aðgangur að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði tímabundinn og upphæð gjalds fyrir nýtingu verði ákvörðuð af markaðnum þegar því verður við komið.