Börn eiga ekki heima á biðlistum. Löng bið eftir nauðsynlegri greiningu eða þjónstu getur haft veruleg áhrif á tækifæri barnanna til framtíðar. Kerfin okkar þurfa að tala betur saman til að barn sem þarf okkar aðstoð fái hana, án þess að foreldrar þurfi ganga hart eftir nauðsynlegri þjónustu.
Við þurfum að grípa börnin snemma, ef þarf, til að mæta þörfum barna og forðast vanda síðar á lífsleiðinni.
Það á að skilgreina fæðingarorlof sem rétt barna til samvistar við foreldra sína. Greiðslur í fæðingarorlofi eiga að miðast við 80% tekna og tryggja að nemar og aðrir með takmarkaðar tekjur fái fæðingarstyrk sem byggir á viðeigandi neysluviðmiðum.
Það þarf að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Börnum á að líða vel í skóla. Það þarf að tryggja fjölbreytta og skapandi menntun í skólum landsins, þar sem stoðþjónusta eins og sálfræðiaðstoð, er aðgengileg börnu á öllum skólastigum.