Við finnum öll fyrir verðbólgunni. Ekki síst heimilin. Það kostar venjulegt fjölskyldufólk hálfan handlegginn að kaupa í matinn.
Og núna stressa sig margir, jafnvel fólk með ágætar tekjur, á því hvort þvottavélin bili, fresta viðhaldi á heimilinu og jafnvel að neita sér um heimsókn til tannlæknis.
Vextir á Íslandi eru sambærilegir vöxtum í stríðshrjáðum löndum. Fyrir þessu finna heimili og fyrirtæki. Ríkisstjórn síðustu sjö ára hefur rífist sín á milli en ekki sameinast um mikilvæg verkefni. Óstjórnin skilar því að ekki er reiknað með að verðbólga nái eðlilegum markmiðum fyrr en 2026. Háir vextir hafa fylgt í kjölfarið.
Ungt fólk getur ekki keypt íbúð í ástandi sem einkennist af ójafnvægi og ófyrirsjáanleika. Háir vextir og ónógt lóðaframboð hafa hægt á byggingu nýrra íbúða sem eykur enn vandann. Við viljum tryggja að ungt fólk upplifi að lífskjör og lífsgæði á Íslandi standist samanburð við önnur lönd.
Það verður ekki meira lagt á heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem nú þegar glíma við þunga byrði vegna verðbólgu og vaxta. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina.
Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt.
Viðreisn ætlar að