Það á ekki að vera erfitt að búa og starfa á Íslandi. Opinberar stofnanir eiga að þjónusta almenning og eiga að starfa í þágu okkar en ekki stofnananna sjálfra.
Þau kerfi sem við höfum búið til eiga að vera einfaldari og sveigjanlegri fyrir öll okkar sem hér búum og störfum. Kerfin þurfa að vera skiljanlegri og aðgengilegri fyrir alla. Við þurfum að einfalda stjórnsýsluna til að einfalda lífið fyrir okkur öll og til að skapa hér stöðugleika og hagsæld.
Við þurfum að halda áfram að gera opinbera þjónustu aðgengilega með rafrænum lausnum.