Alþjóðasamstarfið

Evrópa

Evrópuhugsjónin um frið, hagsæld og samvinnu lýðræðisþjóða er kjarni í stefnu Viðreisnar. Ísland á að auka enn frekar þátttöku sína í Evrópusamstarfinu og gerast fullgildur aðili að Evrópusambandinu.

 

Á þeim forsendum leggur Viðreisn áherslu á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið að undangengnu samþykki þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Það þýðir að haldin verði fyrst þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna og síðar um samningsdrög, þegar þau liggja fyrir.

 

Núverandi þátttaka Íslands í Evrópusamstarfinu í gegnum samninginn um Evrópska Efnahagssvæðið hefur reynst mjög vel í tæp 30 ár og hefur verið undirstaða hagvaxtar og bættra lífskjara. Það er óviðunandi að Ísland taki ekki þátt í stefnumótun og ákvörðunum um eigin örlög, ákvörðunum sem við verðum að hlýta eigi að síður. Sjálfstæð og fullvalda þjóð á ekki að sætta sig við þessa stöðu heldur stíga skrefið til fulls.

 

Þú getur lesið nánar um utanríkisstefnu okkar hér