Evrópuhugsjónin um frið, hagsæld og samvinnu lýðræðisþjóða er kjarni í stefnu Viðreisnar. Ísland á að auka enn frekar þátttöku sína í Evrópusamstarfinu og gerast fullgildur aðili að Evrópusambandinu.
Á þeim forsendum leggur Viðreisn áherslu á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið að undangengnu samþykki þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Það þýðir að haldin verði fyrst þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna og síðar um samningsdrög, þegar þau liggja fyrir.
Núverandi þátttaka Íslands í Evrópusamstarfinu í gegnum samninginn um Evrópska Efnahagssvæðið hefur reynst mjög vel í tæp 30 ár og hefur verið undirstaða hagvaxtar og bættra lífskjara. Það er óviðunandi að Ísland taki ekki þátt í stefnumótun og ákvörðunum um eigin örlög, ákvörðunum sem við verðum að hlýta eigi að síður. Sjálfstæð og fullvalda þjóð á ekki að sætta sig við þessa stöðu heldur stíga skrefið til fulls.
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.