Uppbygging ferðaþjónustunnar verður að hafa faglegan grunn og skýra framtíðarsýn til að tryggja sjálfbærni greinarinnar til lengri tíma.
Viðreisn hefur ekki neinar áætlanir um að breyta núverandi fyrirkomulagi skattheimtu á ferðaþjónustu. Hvort heldur með hærri sköttum eða að færa ferðaþjónustu í efra skattþrep virðisaukaskatts.
Hlúa þarf að fjölbreyttri menntun til að tryggja greininni faglegt starfsumhverfi. Fjárfesta þarf í innviðum á ferðamannastöðum um allt til verndar umhverfi og náttúru og tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið.
Ríkisstjórnin skal setja heildstæða ferðaþjónustustefnu til 5 ára í senn í samstarfi og samtali við greinina sjálfa.