Ísland á að vera fjölbreytt og opið samfélag þar sem að fólk, óháð uppruna á að njóta jafnræðis og tækifæra. Á undanförnum árum hefur töluverður fjöldi fólks af erlendum uppruna flust til Íslands, til að vinna og finna ný tækifæri. Við eigum að njóta góðs af menningarlegum fjölbreytilega landsins. Viðreisn vill auðvelda fólki utan EES, sem hingað vill koma, að fá atvinnuleyfi að Kanadískri fyrirmynd.
Tilvera fólks af erlendum uppruna á ekki að vera pólitískt þrætuefni og Viðreisn tekur ekki þátt í þeim harkalega málflutningi sem tíðkast í auknu mæli um fólk af erlendum uppruna. Viðreisn telur mikilvægt að stjórnmálaflokkar á Íslandi myndi sér sameiginlega stefnu sem allir geti sætt sig við og hefur ekki í för með sér að fólk í mjög viðkvæmri stöðu verði ítrekað skotspónn í harkalegri pólitískri umræðu.
Ísland getur hvorki verið galopið né algerlega lokað. Við þurfum að geta tekið vel á móti þeim sem þurfa vernd og vilja koma hingað og verða hluti af íslensku samfélagi. Af því leiðir að fjöldinn verður því að vera viðráðanlegur og málsmeðferð má ekki taka of langan tíma.
Mikilvægt er að útlendingum sé kennd íslenska og hafa skal íslenskunámið aðgengilegt. Það er lykillinn að virkri og helbrigðri þáttöku í samfélaginu. Við eigum að læra af reynslu annara þjóða, bæði þeirra sem gert hafa mistök og þeirra sem gert hafa vel í innflytjendamálum.
Þú getur lesið nánar um stefnu okkar varðandi fólk af erlendum uppruna hér
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.