Viðreisn vill tryggja betri lífskjör og samfélagsþátttöku fyrir fólk með fötlun og öryrkja. Sköpum samfélag sem byggir á þátttöku allra og virðum frelsi fólks til að stjórna eigin lífi.
Það þarf að einfalda þau kerfi sem eiga að halda utan um fólk og gera þau sveigjanlegri.
Enginn lífeyrisþegi almannatrygginga á að fá lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Það þarf að styðja fólk með skerta starfsgetu til starfa með aukinni starfsendurhæfingu og bættri geðheilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að vera leiðandi í sköpun hlutastarfa fyrir fatlað fólk.
Við þurfum að fjarlægja hindranir sem standa í vegi þess að tryggja mannréttindi og samfélagsþátttöku fatlaðs fólks. Fjölga á samningum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og tryggja gæði þjónustunnar. Viðreisn telur löngu tímabært að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Þú getur lesið nánar um stefnuna okkar varðandi fólk með fötlun og öryrkja hér
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.