Fólk

Fólk með fötlun og öryrkjar

Viðreisn vill tryggja betri lífskjör og samfélagsþátttöku fyrir fólk með fötlun og öryrkja. Sköpum samfélag sem byggir á þátttöku allra og virðum frelsi fólks til að stjórna eigin lífi. 

 

Það þarf að einfalda þau kerfi sem eiga að halda utan um fólk og gera þau sveigjanlegri.

 

Enginn lífeyrisþegi almannatrygginga á að fá lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Það þarf að styðja fólk með skerta starfsgetu til starfa með aukinni starfsendurhæfingu og bættri geðheilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að vera leiðandi í sköpun hlutastarfa fyrir fatlað fólk. 

 

Við þurfum að fjarlægja  hindranir sem standa í vegi þess að tryggja mannréttindi og samfélagsþátttöku fatlaðs fólks. Fjölga á samningum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og tryggja gæði þjónustunnar. Viðreisn telur löngu tímabært að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 

Þú getur lesið nánar um stefnuna okkar varðandi fólk með fötlun og öryrkja hér