Viðreisn talar fyrir frelsi. Við viljum frjálst þjóðfélag þar sem jafnvægi ríkir á milli frelsis einstaklinga, jafnréttis og samkenndar.
Stofnanir samfélagsins eiga fyrst og fremst að veita íbúum þjónustu og tryggja öryggi og heilsu þeirra. Svo lengi sem það skaðar ekki aðra kemur það ríkinu ekki við hvernig fólk lifir lífi sínu eða hvað það heitir.
Við vitum að alltaf þarf að vera á verði gagnvart velmeinandi öflum sem trúa því að þau séu best til þess fallin að hafa vit fyrir fólki og um leið skerða réttindi þess. Eða það sem enn verra er, að koma í veg fyrir að tilteknir hópar fái aukin réttindi. Viðreisn kaus með réttindum kvenna til þungunarrofs. Við stöndum alltaf vaktina í frelsismálum.
Viðreisn vill auka frelsi og samkeppni. Með því sköpum við tækifæri fyrir ungt fólk og ný fyrirtæki. Hagsmunir neytenda skipta okkur máli og við höfnum einokun og fákeppni.
Viðreisn ætlar að standa vaktina um frelsi á næsta kjörtímabili.
Viðreisn ætlar að
Standa vörð um frelsi allra – ekki útvalinna.
Efla samkeppni en ekki skerða hana.
Treysta fólki fyrir eigin líkama.
Standa vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni