Samfélagið

Heilbrigðismál

Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru allt of mikið vandamál. Sérstaklega þegar kemur að heimilislæknum. Það er fátt dýrara fyrir samfélagið en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Öll eigum við að hafa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Bráðavandi og biðlistar í heilbrigðis- og velferðarkerfinu undanfarin ár hefur í raun skapað skilyrði fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi, þar sem þeir efnameiri geta keypt sig fram fyrir röð.

 

Í heilbrigðiskerfinu leggur Viðreisn áherslu á valfrelsi og þjónustumiðaða nálgun.  Heilbrigðisþjónusta er okkur mjög persónuleg og því eigum við að hafa  mikið um það að segja hver þjónustar okkur. Það skiptir meira máli að hafa aðgang að þjónustunni en hvernig ríkið greiðir sinn hlut. 

Það þarf að setja aukið fjármagn í að mæta bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustu. En það þarf líka að klára að kostnaðarmeta verk innan heilbrigðiskerfisins, svo að fjármagn byggi á réttri greiningu og þörf. 

 

Sérstaklega skal líta til Landspítalans og styrkja stoðir hans. Mikilvægt er að létta undir með spítalanum og fela öðrum verkefni sem falla utan skilgreinds ramma. 

 

Þú getur lesið nánar um heilbrigðisstefnu okkar hér