Fólk

Hinsegin samfélagið

Viðreisn vill tryggja að hinsegin fólk njóti frelsis, réttinda og tækifæra í samfélaginu á öllum sviðum. Það er mikilvægt að auka sýnileika hinsegin fólks, í stjórnmálum, menningu og í fjölmiðlum til að auka skilning í samfélaginu. Baráttunni fyrir jöfnum réttindum hinsegin fólks er ekki lokið. 

 

Við höfnum allri mismunun á fólki á grundvelli jaðarsetningar og tökum skýra afstöðu gegn hvers kyns hatri gagnvart jaðarsettum hópum samfélagsins. Tryggja þarf réttindi hinsegin fólks í stjórnarskrá og útvíkka jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði til að hún nái einnig til hinsegin fólks. 

 

Meðferðir við hinseginleika eiga ekki að líðast, né sjúkdómavæðing hinsegin fólks. Endurskoða þarf lög um hatursglæpi og hatursáróður til að tryggja stöðu og réttindi hinsegin fólks.

 

Samtökin ’78 hafa gegnt veigamiklu hlutverki í að efla vitund almennings um stöðu hinsegin fólks á Íslandi og á að hafa burði til að halda því mikilvæga starfi áfram.

 

Þú getur lesið nánar um stefnuna okkar varðandi hinsegin fólk hér