Auðlindir eru takmarkaðar og það er frumskylda stjórnvalda að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Allur efniviður á að vera hluti af stöðugri hringrás, þar sem vörum og efni er haldið í notkun með endurnýtingu, endurvinnslu, viðgerðum og endursölu.
Leggja þarf áherslu á að flokkaður úrgangur verði að nýjum vörum og styðja við græna nýsköpun í endurvinnslu. Samhliða því þarf efnahagslega hvata sem styðja við deilihagkerfið. Viðreisn styður einkarekstur og fjölbreytt rekstarform þegar kemur að sorpmálum. . Stefnt verði að því að vinna aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfið með árangursvísum og markaðslausnum til þess að tryggja framgang þess.
Stórefla þarf fræðslu um hringrásarsamfélagið, úrgangsforvarnir og bætta framleiðsluhætti. Koma þarf á kerfi, með efnahagslegum hvötum og merkingum, sem hvetur til framleiðslu á endingargóðum vörum, þar sem viðgerðir verði að hagkvæmum og raunhæfum valmöguleika.
Þú getur lesið nánar um umhverfis- og auðlindastefnu okkar hér
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.