Umhverfið

Hringrásar-hagkerfið

Auðlindir eru takmarkaðar og það er frumskylda stjórnvalda að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Allur efniviður á að vera hluti af stöðugri hringrás, þar sem vörum og efni er haldið í notkun með endurnýtingu, endurvinnslu, viðgerðum og endursölu. 

 

Leggja þarf áherslu á að flokkaður úrgangur verði að nýjum vörum og styðja við græna nýsköpun í endurvinnslu. Samhliða því þarf efnahagslega hvata sem styðja við deilihagkerfið. Viðreisn styður einkarekstur og fjölbreytt rekstarform þegar kemur að sorpmálum. . Stefnt verði að því að vinna aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfið með árangursvísum og markaðslausnum til þess að tryggja framgang þess.

 

Stórefla þarf fræðslu um hringrásarsamfélagið, úrgangsforvarnir og bætta framleiðsluhætti. Koma þarf á kerfi, með efnahagslegum hvötum og merkingum, sem hvetur til framleiðslu á endingargóðum vörum, þar sem viðgerðir verði að hagkvæmum og raunhæfum valmöguleika.

 

Þú getur lesið nánar um umhverfis- og auðlindastefnu okkar hér