Réttarríkið

Hugbreytandi efni og afglæpavæðing

Líta skal á misnotkun vímuefna sem heilbrigðismál. Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna. Afglæpavæðing sé rökrétt fyrsta skref í þá átt. Með lögleiðingu vímuefna mætti betur tryggja öryggi neytenda. Þegar athæfið er ekki refsivert er aukinn hvati til að leita sér aðstoðar, auk þess sem viðskipti með vímuefni færu síður fram á forsendum skipulagðra brotahópa. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, til að mynda með opnun neyslurýma.

 

Þú getur lesið nánar um innanríkistefnu okkar hér